• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 26. janúar 2026
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Fjármálaáætlun fífldjarfra

Sveinn Óskar Sigurðsson

Fjármálaáætlun fífldjarfra

Á sama tíma sjóðhitn­ar fast­eigna­markaður­inn og kerfið reyn­ist mátt­laust.

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
24. maí 2024
in Aðsent & greinar, Fréttir, Innlent
A A
0

Eft­ir langa bið og um­tals­verðar taf­ir, m.a. vegna fram­boðsáforma fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra til for­seta, birti nýr fjár­málaráðherra fjár­mála­áætl­un. Þetta er þriðji fjár­málaráðherr­ann frá því í októ­ber sl. Hafði þáver­andi fjár­málaráðherra og nú ný­skipaður for­sæt­is­ráðherra sagt af sér og „stigið til hliðar“ vegna mats umboðsmanns Alþing­is (UA) á hæfni hans við söl­una á Íslands­banka.

Sveinn Óskar Sigurðsson

Í janú­ar sl. fór mat­vælaráðherra Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í veik­inda­leyfi og er nú kom­inn í stól innviðaráðherra sem nú­ver­andi fjár­málaráðherra, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sat í. UA hafði í upp­hafi árs­ins skilað áliti sínu varðandi bann við hval­veiðum og sagt að ákvörðun þáver­andi mat­vælaráðherra hefði ekki sam­ræmst kröf­um um meðal­hóf og ekki átt sér skýra stoð í lög­um.

Eft­ir þessi ósköp öll er nú loks­ins komið á dag­inn að fjár­málaráðherra get­ur horft fram hol­ótt­an veg­inn úr sínu fyrra ráðuneyti og metið hvaða grýttu götu ný rík­is­stjórn ætl­ar að rata með al­menn­ing í fjár­mál­um. Hér eru flest­ir ráðamenn hinir sömu um borð, reynd­ar í öðrum ráðuneyt­um, og nýr mat­vælaráðherra sem veit ekki sitt rjúk­andi ráð.

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára er sagt að þar sé mörkuð stefna sem ætlað er að lækka verðbólgu sem stend­ur nú í 6,8%. Er það svo? Stór­ir kjara­samn­ing­ar á al­menna vinnu­markaðnum hafa verið gerðir og stýri­vext­ir Seðlabanka Íslands (SÍ) standa enn í 9,25%.

Í frétt á mbl.is 20. mars sl. árétt­ar aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) mik­il­vægi þess að op­in­beri vinnu­markaður­inn semji í anda al­menna vinnu­markaðar­ins. Því er ekki lokið. Í sömu frétt kem­ur fram mik­il­vægi þess einnig að stjórn­völd sýni aðhald í rekstri enda ekki séð að pen­inga­stefnu­nefnd SÍ sjái sér fært að hefja vaxta­lækk­an­ir fyrr en sjá megi með skýr­ari hætti hver áhrif gerðra samn­inga verða og hvort rík­is­fjár­mál­in gætu aukið eft­ir­spurn og valdið verðbólguþrýst­ingi.

Nú 1. apríl losnuðu kjara­samn­ing­ar aðild­ar­fé­laga Banda­lags há­skóla­manna (BHM) og í frétt á vis­ir.is 25. mars sl. kem­ur fram hjá for­manni BHM að ólík­legt sé að öll 24 aðild­ar­fé­lög­in gangi sam­an til viðræðna. Í frétt frá 14. des­em­ber sl. á vef Banda­lags starfs­manna rík­is og bæja, www.bsrb.is, er fjallað um kjara­mál, launaþróun og kjara­töl­fræði í tengsl­um við út­gáfu skýrslu kjara­töl­fræðinefnd­ar (KTN), sem heyr­ir und­ir fé­lags- og barna­málaráðherra. Þar kem­ur fram, sem SA hef­ur m.a. fjallað ít­rekað um, að hækk­un grunn­tíma­kaups hafi í heild numið 27,2% á tíma­bil­inu mars 2019 til nóv­em­ber 2022. Hækk­un­in var minnst á al­menna vinnu­markaðnum eða 25,9%. Hjá rík­inu hækkaði grunn­tíma­kaup hins veg­ar um 27,9%. Hækk­un­in reynd­ist svo mest hjá sveit­ar­fé­lög­um þar sem grunn­tíma­kaupið hækkaði um 35,9%, hjá Reykja­vík­ur­borg 33,7%. Sam­fylk­ing­in er ekki sak­laus af því.

Þegar Íslend­ing­ar búa sig und­ir vet­ur­inn þekkja þeir það flest­ir að líta verður til baka, læra af reynsl­unni og meta bæði menn og nátt­úru til að kunna að bregðast við hinu fyr­ir­séða enda hið óvænta ávallt af­brigði frá því. Hvað rík­is­stjórn­ina áhrær­ir virðist engu að treysta og skipt­ir litlu hvort full­trú­ar þess­ara flokka sitji þar eða í sveit­ar­stjórn­um. Verðbólg­an varð til í tíð þeirra ráðherra sem nú sitja í rík­is­stjórn, er af þeirra völd­um, og ekki séð að ný fjár­mála­áætl­un geti snúið þar við blaðinu.

Sé litið til heild­ar­tekna og -gjalda hins op­in­bera 2023 og árin þar á und­an hafa gjöld verið um­fram tekj­ur. Á síðasta ári námu tekj­ur 43,1% af vergri lands­fram­leiðslu en gjöld 45,1%. Hið op­in­bera eyðir því meiru en það afl­ar. Hvað þýðir það? Það þýðir ósjálf­bærni í rekstri hins op­in­bera, ábyrgðarleysi við stjórn efna­hags­mála og eng­in fyr­ir­hyggja í pen­inga­mál­um. Skuld­um er velt áfram á kom­andi kyn­slóðir. Á sama tíma sjóðhitn­ar fast­eigna­markaður­inn og kerfið reyn­ist mátt­laust. At­hugið að Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stýra lands­mál­un­um ásamt VG sem og fjölda sveit­ar­stjórna.

„Aðhaldið“ sem boðað er í þess­ari ólán­sömu fjár­mála­áætl­un er sagt nema ein­um 25 millj­örðum króna. Þrátt fyr­ir það virðist ekk­ert lát vera á rík­is­út­gjöld­un­um enda ekki séð að halla­rekstri verði hætt fyrr en árið 2028 sam­kvæmt áætl­un­inni.

Hver og einn ráðherra, m.a. vegna sam­stöðu- og sam­ráðsleys­is í þriggja flokka hræðslu­banda­lagi, kaf­ar ofan í vasa skatt­greiðenda og tel­ur að enda­laust sé hægt að segja al­menn­ingi ósatt um óráðsí­una. Hvers vegna er t.a.m. ætl­un­in að fara í fok­dýra fram­kvæmd við borg­ar­línu? Þessi fram­kvæmd er ekki tíma­bær, hún tef­ur um­ferð og skap­ar bæði al­menn­ingi og at­vinnu­lífi bein­an og óbein­an kostnað. Ann­ar kost­ur er í boði. Þessi áform öll eru ekki aðhalds­áform held­ur geta bein­lín­is reynst fjár­hags- og efna­hags­lega skaðleg.

Gerð fjár­laga var breytt með lög­um um op­in­ber fjár­mál nr. 123/​2015 og tóku gildi 1. janú­ar 2016. Um­gjörðin öll var þá tal­in til bóta og m.a. reiknað með aðhaldi svo ekki þyrfti að setja fjár­auka­lög því það yrði „nóg til“ ef eitt­hvað al­var­legt bjátaði á. Var svo m.a. þegar tveim­ur millj­örðum króna var ráðstafað úr gal­opn­um vara­sjóði án reglu­gerðar í rán­dýr­an leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins?

Höf­und­ur er odd­viti Miðflokks­ins í Mos­fells­bæ

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

    Fýlustjórnun, þagnarbindindi og hunsun eru gereyðingarvop

    42 deilingar
    Share 17 Tweet 11
  • ,,Núverandi borgarstjóri tók þátt í skipulögðum árásum á feður“

    44 deilingar
    Share 18 Tweet 11
  • ,,Sólveig Anna flengdi Hallgrím Helgason á beran bossann“

    90 deilingar
    Share 36 Tweet 23
  • Heiða Björg í leynihópi – „rústum þessum gaurum“

    84 deilingar
    Share 34 Tweet 21
  • Loðnu að finna á stóru svæði

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?