Mér fannst átakanlegt að heyra móður eins ungs strandveiðarmanns grátbiðja Matvælaráðherra um miskunn vegna lífsháska sem kerfið setur menn í þegar brælutíð er á sjónum.
Sjósókn í varhugaverðum veðrum
Það kann að vera blíðu veður frá föstudegi til sunnudags. En það eru dagar sem við strandveiðarfólk erum skikkaðir til að vera í landi. Og því er hvatin að ná þessum 12 dögum frá mánudegi til fimmtudags, alveg sama hvernig viðrar. Þess vegna heyrði ég ákall frá móður eins ungs manns sem er í strandveiðum.
Við erum víst ekki allir ellismellir sem búum yfir reynslu í sjávarháska. Sem er mjög skiljanlegt hjá henni. Þessu getur Matvælaráðherra breytt strax, enda fáránlegt að miða Sjósókn með söluvöru við hluta út vinnuviku. Sama á við um svæðaskiptinguna.
Þetta fyrirkomulag skerðir líka afhendingar öryggi á okkar góða hráefni og eftirsóttasta. Hráefni fyrir neytandann innanlands og erlendis.
48 dagar til veiða óháð hámarki á potti
Ég mun leggja mig í líma við að útrýma Vinstri Grænum ef hún tekur ekki málið strax á dagskrá og stendur við gefin loforð um 48 daga til veiða óháð hámarki á potti bak við kerfið.
Það geta fleirri tegundir verið í útrýmingarhættu. Vinstri Græn eru að mér sýnist í andarslitrunum samanber kosningastyrk Katrínar til forsetakjörs og fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Enda er flokkurinn fullur af kosningasvikum við sína umbjóðendur sem kusu í góðri trú. En því miður bara froða þar á bæ.
Hún hefur þetta í hendi sér ef hún vill en er hún maður eða mús.
Ef hún hefur ekki séð ákallið frá 1000 manns eða meira í sjávarháska um björgun. Hvern mann hefur hún þá að geyma ef hún hyggst horfa á þetta fólk drukkna fyrir framan hana.