Lífeyrissjóðirnir borguðu yfirverð fyrir hlutabréfin -Keypti þinn sjóður í lóninu?
Fjórtán af stærstu lífeyrissjóðum landsins eyddu tæplega fjögur þúsund milljónum af almannafé í að kaupa 6,2 prósenta hlut í Bláa lóninu þrátt fyrir að gríðarleg óvissa ríkti um framtíð Svartsengis í ljósi landriss á svæðinu og eldgoss í Fagradalsfjalli.
Kaupin gengu í gegn á sama tíma og eldgosið í Fagradalsfjalli stóð yfir og í raun hófst kaupferlið þegar gosið stóð sem hæst eða í júní árið 2021.
Fjallað er ítarlega um málið á vefnum Nútíminn.is og þar segir meðal annars: ,,Ekki var um að ræða neina brunaútsölu því lífeyrissjóðirnir borguðu yfirverð fyrir hlutabréfin. Það þýðir á mannamáli að þessir fjórtán lífeyrissjóðir greiddu meira en virði bréfanna var talið vera á þeim tíma.
Hér er hægt að lesa ítarlega frétt um málið: Nútíminn.is
Umræða