Lögreglan á Suðurnesjum er með viðbúnað í brottfararsal Leifsstöðvar eftir að óþekktur hlutur sprakk í höndum starfsmanns á flugvellinum í dag. Þetta gerðist á salerni í brottfararsal á annatíma. Starfsmaðurinn hlaut minni háttar áverka.
Sprengjusveit Ríkislögreglustjóra er að störfum á vettvangi við að kanna aðstæður og tryggja að ekki sé frekari hætta á ferðum. Ekki er talið að atvikið muni hafa áhrif á flugáætlun að svö stöddu. Fjallað var um málið á vef rúv.is.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er líklegast að víti, heimatilbúinn skoteldur, hafi sprungið á salerninu.
Umræða