Hjartað er mikil undrasmíð og heldur ótrúlegum afköstum út allt lífið. Hjartað hefur í nógu að snúast allan sólahringinn en eins og allir vita er hjartað mikil undrasmíð. Fæst gerum við okkur þó grein fyrir því hvað þessi óeigingjarni vöðvi hefur mikið fyrir lífinu eða ætti ég frekar að segja lífi okkar- sannkallaður dugnaðarforkur.
Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um hjartað sem gaman er að draga fram í dagsljósið.
1. Heilbrigt hjarta dælir um 2.000 lítrum af blóði á dag.
2. Það þyrfti að vera skrúfað frá eldhúsblöndunartækjum í að minnsta kosti 45 ár til að jafna það magn sem hjarta manneskju dælir af blóði á meðalævi.
3. Magnið sem hjartað dælir getur verið mjög breytilegt eða frá 5 lítrum á mínútu upp í 30 lítra á mínútu.
4. Á hverjum degi býr hjartað til næga orku sem myndi duga til að aka vörubíl um 32 km. Þannig að orkan sem hjartað framleiðir á meðalævi dugar í tvær ferðir til tunglsins og til baka.
– Auglýsing-
5. Á meðalævi mun hjartað dæla næstum 1,5 milljónum tunna af blóði sem er nóg til að fylla 200 tankbíla.
6. Hjartað byrjar að slá fjórum vikum eftir getnað og hættir ekki fyrr en við deyjum.
7. Nýfætt barn hefur um einn bolla af blóði sem fer um kroppinn. Fullorðinn maður hefur um 4-5 lítra sem hjartað dælir til allra vefja og til og frá lungum á um einni mínútu og 75 slögum að meðaltali.
8. Egyptar töldu að hjartað og önnur helstu líffæri hefðu sjálfstæðan vilja og hreyfðu sig um líkamann að vild.
9. Platón kom fram með þá kenningu að rökstuðningur sé frá heilanum en ástríðurnar væru upprunnar í eldheitu hjarta.
10. Langvarandi skortur á svefni getur valdið óreglulegum hjartslætti sem kallast ótímabær sleglasamdráttur (PVCs).
11. Kókaín hefur áhrif rafvirkni hjartans og veldur krampa í slagæðum sem getur leitt til hjarta eða heilaáflls, jafnvel hjá heilbrigðum einstaklingum.
12. Hjörtu kvenna slá yfirleitt hraðar en hjá körlum. Hjarta í meðalmanni slær u.þ.b. 70 sinnum á mínútu en hjörtu kvenna slá að meðaltali um 78 slög á mínútu.13. Gríptu tennisbolta og kreistu hann vel og þá veistu hversu erfið vinna það er fyrir hjartað að dæla blóði um líkamann.
Björn Ófeigs.
P.S. Ekki gleyma að læka við á Facebook