Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en 11 miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur í vinning. Einn miðanna var keyptur í Prins Póló Þönglabakka, fimm í lottó appinu, þrír á vefnum lotto.is og tveir miðanna er í áskrift.
Ljónheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti laugardags kvöldsins og fær hann rúmar 53,9 milljónir króna í vinning. Miðann keypti hann í Lottó appinu. Þá var einn miðahafi með bónusvinninginn og fær hann rúmar 819 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var einnig keyptur í Lottó appinu.
Umræða