Lögreglumenn munu ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið, en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst.
Dágóður hópur laganna varða ætlar að taka þátt og munu flestir þeirra hlaupa 10 km, nokkrir stefna á hálft maraþon og herramennirnir tveir á meðfylgjandi mynd ætla svo að hlaupa heilt maraþon, eða 42, 2 km.
Okkar fólk mun hlaupa í einkennisfatnaði lögreglunnar, en þeir tveir sem ætla heilt maraþon munu til viðbótar klæðast ákveðnum útkallsbúnaði alla leiðina og vegur hann aukalega 7-10 kg.
Með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni styðja lögreglumenn félagið Einstök börn, en það er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Öll framlög eru að sjálfsögðu vel þegin fyrir þetta góða félag, en margt smátt gerir eitt stórt eins og sagt er.
Umræða