Síðastliðinn sólarhring hafa átta verið kærðir fyrir að aka of greitt. Sá sem hraðast ók mældist á 135km/klst.
Sex voru kærðir fyrir að aka án gildra ökuréttinda og einn undir áhrifum áfengis.
Ökumaður var stöðvaður við eftirlit á Selfossi og reyndust vera of margir í bifreiðinni, auk þess að 4 farþeganna voru ung börn sem voru án viðeigandi öryggisbúnaðar. Ökumaðurinn vann sér inn tiltal og sekt og var meinað að halda för sinni áfram.
Eitt minniháttar umferðaróhapp varð en engin slys urðu á fólki. Tilkynnt var um tvö atvik þar sem ekið var á kyrrstæðar bifreiðar og ökumaður lét sig hverfa og eru þau til rannsóknar hjá lögreglu.
Umræða