Lögreglan hefur til rannsóknar andlát manns sem fannst í fjörunni á Álftanesi um hádegisbilið í dag.
Maður fannst látinn við fjöru í Álftanesi. Vegfarandi fann manninn rétt fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nú til rannsóknar hvernig andlát mannsins bar að en ekki leikur grunur á að svo stöddu að andlát mannsins hafi borið að með voveiflegum hætti.
Umræða