Sumarhúsaeigandi tilkynnti eftir hádegi í dag að hvítabjörn væri á vappi í kringum sumarhús hans á Höfðaströnd í Jökulfjörðum.
Lögreglan á Ísafirði staðfestir þetta og biður fólk á þessum slóðum að vera á varðbergi og halda sig inni.
„Við erum að senda mannskap með þyrlu og skipi þessa stundina,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði í samtali við rúv.is.
Hlynur áréttar að fólk hafi varann á ef það er á svæðinu og haldi sig innandyra.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG. Þá er björgunarskipið Kobbi Láka farið af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði.
Umræða