Lík karlmanns fannst á Reynisfjalli í Vestur-Skaftafellssýslu á ellefta tímanum í gærkvöld. Vísir greindi fyrst frá. Lögreglan á Suðurlandi, getur ekki að svo stöddu staðfest að líkið sé af Illes Benedek Incze, sem leitað hefur verið frá því á mánudag.
Illes er búsettur í Vík og síðast sást til hans aðfaranótt mánudagsins 16. september.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti líkið á Reynisfjall og flaug með það til Reykjavíkur enda var ekki hægt að nálgast það landleiðina. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn málsins.
Umræða