• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Veðurviðvaranir fyrir allt landið – Óvissa um færð

Veðurviðvaranir fyrir allt landið – Óvissa um færð

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
15. nóvember 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Hugleiðingar veðurfræðings

Vaxandi lægð yfir Vestfjörðum fer norðaustur í dag. Henni fylgir leiðindaveður og hafa verið gefnar út viðvaranir fyrir allt land, gular vestantil en appelsínugular fyrir austan.

Í stuttu máli eru þær vegna dimmra élja vestanlands, hríðarveðurs norðan heiða og mikillar veðurhæðar á Austfjörðum og Suðausturlandi í kvöld. Þeim sem eiga eitthvað undir veðri er bent á að fylgjast með veðurspám og viðvörunum.

Næstu daga er síðan útlit fyrir að víðáttumikið lægðasvæði yfir Skandinavíu og hæð yfir Grænlandi beini til okkar kaldri norðanátt með éljum, en lengst af þurru veðri sunnantil á landinu.
Spá gerð: 15.11.2024 06:25. Gildir til: 16.11.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðvestan 15-23 m/s með éljum í dag, en snjókomu um landið norðanvert. Úrkomulítið sunnan heiða síðdegis og dregur úr vindi vestanlands. Hiti nálægt frostmarki. Norðvestan 20-28 á Suðausturlandi og Austfjörðum í kvöld.

Norðan 8-15 m/s á morgun, en 15-23 austanlands fram eftir degi. Él á Norður- og Austurlandi, annars þurrt. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 15.11.2024 03:34. Gildir til: 16.11.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðan 8-15 m/s, en 15-23 austanlands fram eftir degi. Snjókoma með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Dregur úr ofankomu seinnipartinn, hiti um eða undir frostmarki.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og snjókoma með köflum um landið norðaustanvert, annars úrkomulítið. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt og stöku él við ströndina.
Spá gerð: 14.11.2024 20:04. Gildir til: 21.11.2024 12:00.

Óvissustig: Hellis­heiði, Þrengsli og Mosfellsheiði – Lokanir vegna veðurs

 

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    20 deilingar
    Share 8 Tweet 5
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    55 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1401 deilingar
    Share 560 Tweet 350
  • Spillingin þrífst hjá Sjöllunum – Hagsmunir kvótaerfingja þingmanna varðir á Alþingi

    50 deilingar
    Share 20 Tweet 13
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?