Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, er nýr formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík.
Katrín tekur sæti sem fulltrúi borgarstjóra og er skipuð til tveggja ára.
Fráfarandi formaður, Sigtryggur Magnason, tekur við varaformennsku og situr áfram sem fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra.
Tryggvi M. Baldvinsson situr áfram í stjórn Listahátíðar fyrir hönd fulltrúaráðs Listahátíðar Reykjavíkur. Í fulltrúaráði sitja fulltrúar helstu menningarstofnana landsins og fagfélaga listafólks.
Umræða