Hraunið er nú komið vestur fyrir Svartsengi og er að renna inn á bílastæðið við Bláa Lónið, þá kviknaði í þjónustuskúr á svæðinu. Mikið framskrið hefur verið á hraunjaðrinum síðasta klukkutímann til vesturs.
Hraunjaðarinn hefur verið að skríða stöðugt fram um nokkra metra á mínútu. Sjálft Bláa Lónið og húsnæði þess er innan varnargarðanna og því ekki í hættu.
Þarna er hraunið komið um 4 km frá gossprungunni og jaðarinn virðist ekkert vera að hægja á sér. Myndarleg hrauná liggur beint til vesturs frá gossprungunni og færir hún mikið og stöðugt magn af hrauni að þessu svæði.
Mynd er tekin af bílastæðinu við Bláa Lónið og fjallað var um málið m.a. á vef:
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
.
Umræða