Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 17:00 – 05:00. Þegar þetta er ritað gista sjö aðilar í fangaklefa. Alls eru 48 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
- Aðili handtekinn í hverfi 101 grunaður um rán með rafstuðtæki. Aðilinn handtekinn á vettvangi og var hann vistaður í fangaklefa. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 2
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Ökumaður handtekinn og færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 201 þar sem bifreið hafði verið ekið utan í vegrið. Ökumaðurinn hafði yfirgefið bifreiðina í kjölfarið og látið sig hverfa. Lögregla sinnti og var við störf á vettvangi þegar ökumaður bifreiðinnar kom til baka. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar máls.
Lögreglustöð 4
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 113 þar sem bifhjól og jeppling var ekið saman. Ökumaður bifhjólsins með minniháttar meiðsli.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
- Tilkynnt um eld í bifreið í hverfi 270. Bifreiðin alelda þegar lögreglu bar að og sá slökkvilið um slökkvistarf.
- Tilkynnt um tvo aðila sem höfðu komið sér fyrir í geymslu húsnæðis í hverfi 110. Aðilarnir höfðu kveikt eld til að ylja sér. Aðilunum vísað út án vandræða.
- Tveir aðilar handteknir eftir að átök höfðu brotist út á milli þeirra í heimahúsi í hverfi 110. Aðilarnir vistaðir í fangaklefa og málið í rannsókn.
- Tilkynnt um öskur kvenmanns koma frá íbúð. Lögregla sinnti og reyndust öskrin vera á heldur jákvæðari nótum en óttast var um í fyrstu.
Umræða