Samstarfsfólk Eddu Falak við hlaðvarpið Eigin konur hefur stefnt henni vegna óuppgerðra tekna
Fyrsta fyrirtaka í máli Davíðs Goða Þorvarðarsonar og Fjólu Sigurðardóttur gegn Eddu Falak verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Fjallað er um málið á vef ríkisútvarpsins og þar kemur fram:
Málið snýst um uppgjör á kostnaði og tekjum vegna framleiðslu hlaðvarpsþáttarins Eigin konur sem Edda, Fjóla og Davíð Goði unnu að saman árið 2021.
Þátturinn naut mikilla vinsælda, en Davíð Goði og Fjóla sáu ekki krónu af tekjum þáttarins þrátt fyrir að hafa lagt til fé og mikla vinnu, að því er kom fram í máli Davíðs Goða í hlaðvarpinu Close Friends haustið 2023.
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Fjólu og Davíðs Goða, segir stefnuna eiga sér töluverðan aðdraganda og reynt verði að komast að samkomulagi áður en lengra verður haldið, samkvæmt fréttinni.