Um 120 úkraínskir drónar voru skotnir niður yfir rússneskt yfirráðasvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands.
Þar kemur fram að drónarnir hafi verið yfir 12 héruðum, þar á meðal höfuðborginni Moskvu. Þá voru drónar einnig skotnir niður yfir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014 í trássi við alþjóðalög. Þetta er ein stærsta drónaárás Úkraínumanna frá því að stríðið hófst fyrir tæpum þremur árum.
Úkraínumenn tilkynntu jafnframt í morgun að þrír hefðu verið drepnir í loftárás Rússa nærri höfuðborginni Kyiv. 25 rússneskir drónar hefðu verið skotnir niður.
Umræða