Athygliverður dómur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni, þar sem saklaus kona var handtekin eftir að hafa verið stöðvuð við akstur á bifreið sinni af lögreglu.
Taldi lögregla að konan væri undir áhrifum kannabisefna og færði hana á lögreglustöð til þess að taka sýni og mæla ætlað kannabis í líkama hennar. Niðurstaðan var reyndar sú að hún mældist ekki með neitt vímuefni í líkamanum. Henn var sleppt síðar um kvöldið en leitaði í kjölfarið til lögmanns sem stefndi lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku.
Það sem vekur sérstaka athygli er að konan fær aðeins greiddar eitt hundrað þúsund krónur fyrir frelsissviptinguna og rangar sakargiftir af hálfu lögreglu. Lögmaður konunar fær hins vegar greiddar 750.000 krónur fyrir að reka málið fyrir Héraðsdómi. Dóminn má lesa í heild sinni hér að neðan:
Héraðsdómur Reykjavíkur – Dómur 3. febrúar 2025 Mál nr. E-2286/2024: A (Snorri Steinn Vidal lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Óskar Thorarensen lögmaður)
D ó m s o r ð :
Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 16. ágúst 2021 til 27. ágúst 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Málskostnaður fellur niður.Allur gjafsóknakostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Snorra S. Vidal, að fjárhæð 750.000 krónur. Dómari í málinu var Björn Þorvaldsson
Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 6. janúar 2025, er höfðað 12. apríl 2024.
Stefnandi er A,en stefndi er íslenska ríkið.Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 500.000krónur, ásamt vöxtum samkvæmt1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 16. ágúst 2021 til 27. ágúst 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Einnig krefst stefnandi málskostnaðarúr hendi stefnda eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.Stefndi krefst þess að stefnukrafa verði lækkuð og að málskostnaður verði felldur niður. IMálsatvikSamkvæmt frumskýrslu lögreglu veittilögreglabifreiðinni […]athygli, að kvöldi mánudagsins 16. ágúst 2021,þar sem hennivar ekið á […]í áttina að […]. Ákvað lögregla að kanna með ástand og ökuréttindi ökumanns og var honum gefið merki um að stöðva akstur með forgangsakstursljósum lögreglubifreiðarinnar.
Ökumaður stöðvaði bifreiðina á bifreiðaplani sem er á […]á móts við […]. Þar ræddi lögregla við ökumanninnsem var stefnandi.Farþegi í bifreiðinni varB. Kemur framí frumskýrsluað síðar hafi komið í ljós að stefnandi og Bværu kærustupar og ættu saman […]barn sem væri í barnapössun í […]. Stefnandi framvísaði gildum ökuréttindum. Í viðræðum við hana taldi lögregla áfengis-og kannabislykt leggja frá bifreiðinni og þá virtist lögreglu farþeginn Bvera í annarlegu ástandi.
Stefnandi var beðin um að að ræða við lögreglu í lögreglubifreiðinni sem hún gerði. Þar var hún spurð hvort hún væri undir áhrifum kannabisefna sem hún kvaðst ekki vera. Aðspurð hvenær hún hefði neytt síðast kannabisefna sagði hún fyrst að það hefði verið viku fyrr en skömmu síðar kvaðst hún ekki hafa neytt þeirra þennan dag eða daginn áður. Aðspurð hversu oft hún neytti kannabisefna kvaðst hún gera það sjaldan. Fram kemur í frumskýrslu að lögreglu hafi ekki þótt svör stefnanda sannfærandi og að kl. 22:12 hafi henni verið tilkynnt að hún væri handtekin grunuð um akstur undiráhrifum fíkniefna og henni kynnt réttarstaða sakbornings.
Kemur fram í frumskýrslu að stefnandi hafi beðið lögreglu um að upplýsa farþegann Bum að hún væri handtekin grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna og um framhald máls hennar. Hafi stefnandi sagst hafa áhyggjur af barni sínu og hafi lögregla boðist til að útvega henni far að […]þar sem móðir hennar hafi annast um barnið. Kemur fram í frumskýrslu að stefnandi hafi síðan verið flutt á lögreglustöðina við […]. Hún hafi verið fengin til að láta íté þvagsýni kl. 22:30 og niðurstöður þess hafi gefið neikvæða svörun varðandi neyslu fíkniefna. Hún hafi verið upplýst um þetta en jafnframt verið kynnt að þar sem hún hefði viðurkennt neyslu kannabis fyrir nokkrum dögum, og þar sem B hefði verið undir áhrifum kannabisefna þegar afskipti hafi verið höfð af þeim tveimur, yrði tilkynning þess efnis send á barnaverndarnefnd. Hefði stefnandi sagst skilja það.
Henni var sleppt úr haldi lögreglu kl. 22:31.Með bréfi,dags. 27. júlí 2022, óskaði lögmaður stefnanda eftir afstöðu stefnda til bótaskyldu vegna máls þessa á grundvelli 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með bréfiríkislögmanns, dags. 4. febrúar 2024,var bótaskyldu stefnda hafnað með þeim rökum stefnandi hefði ekki verið beitt þvingunarráðstöfunum samkvæmtIX.–XIV. kafla sakamálalaga nr. 88/2008, þar sem handtaka hennar og líkamsrannsókn hefðu grundvallast á 52. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Höfðaði stefnandi þá mál þetta.
Stefndi krafðist þess aðallega í greinargerð sinni fyrir dómiað stefndi yrði sýkn-aður af kröfu stefnanda. Í upphafi aðalmeðferðar féll stefndi hins vegar frá þeirri kröfu, með vísan til dóms Landsréttar frá 12. desember sl. í máli nr. 363/2024, og hélt einungis fram þeim kröfum að stefnufjárhæð yrði lækkuð og að málskostnaður yrði felldur niður. IIMálsástæður stefnandaStefnandi byggir á því að samkvæmt 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eigimaður, sem borinn hefur verið sökum í sakamáli, rétt til bóta hafimál hans verið fellt niður.
Samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar skulidæma bætur vegna aðgerða samkvæmt IX.–XIV. kafla laganna, séuskilyrði 1. mgr. fyrir hendi. Þó megifella niður bætur eða lækka þær hafisakborningur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisi kröfu sína á. Stefnandi byggi á því að húnhafi á engan hátt stuðlað að þeim aðgerðum sem húnreisi kröfu sína á.Stefnandi bendir á að bótaábyrgð samkvæmt 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála séhlutlæg.
Verði réttur sakborninga til bóta ekki skertur þótt fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu gagnvart þeim og lagaskilyrði fyrir þeim uppfyllt. Sakborningar eigiþví rétt á bótum nema því verði slegið föstu með óyggjandi hætti að þeir hafi valdið eða stuðlað að rannsóknaraðgerðum, sbr. 2. málslið2.mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Stefnandi bendir á að ríkislögmaður hafihafnað bótaskyldu íslenska ríkisins með vísan til þessað handtakan og líkamsrannsóknin sem fylgdi í kjölfarið hafi ekki verið gerð á grundvelli IX.–XIV. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, heldur á grundvelli 52. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Kveðst stefnandimótmæla þessuþar sem um séað ræða ranganlagaskilning hjá ríkislögmanni.
Handtaka grunaðs manns að ósekju leiði alltaf til bótaskyldu, hvort sem verið sé að handtaka hann á grundvelli meintra umferðar-lagabrota eða annars, nema þegar sá handtekni hafi hreinlega stuðlað að handtöku sinni með með óyggjandi og afgerandi hætti. Órjúfanleg tengsl séu á milli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og umferðarlaganr. 77/2019. Bæði þágildandi umferðarlög nr. 50/1987 og núgildandi umferðarlög nr. 77/2019 vísiendurtekið til sakamálalaganna, enda hafi þau stöðu almennra laga gagnvart umferðarlögunum hvað varðiþvingunar-aðgerðir.
Með öðrum orðum takilög um meðferð sakamála nr. 88/2008 við þar sem umferðarlögunum sleppi. Sem dæmi megitaka að samkvæmt 4. mgr. 52. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019 fariþvagrannsókn fram samkvæmt lögum um meðferð sakamála nema fyrir liggi ótvírætt samþykki ökumanns. Þá séí eldri umferðarlögum nr. 50/1987 að finna fjölda tilvísana til laga um meðferð sakamála.Í umferðarlögum nr. 77/2019 séekki að finna ákvæði þess efnis að þeir sem sætifrelsissviptingu að ósekju eða öðrum þvingunaraðgerðum á grundvelli þeirra skuli ekki eiga rétt til bóta.
Af þeim sökum skulilíta til laga nr. 88/2008 hvað það varði. Grundvöllurinn fyrir þessum bótum séstjórnarskráinog skiptiþvíekki máli hvort þvingunaraðgerð byggi á ákvæðum umferðarlaga, laga um meðferð sakamála eða öðrum lögum. Ríkislögmaður hafitúlkað umferðarlögin á þann veg að þvingunaraðgerðir sem þar sémælt fyrir um leiði ekki til bótaskyldu þótt sá sem þær þurfti að þola hafi í raun ekkert unnið til saka.
Sé túlkun þessi að mati stefnanda fjarstæðukennd. Sú túlkunarregla gildi að lög eða aðrar réttarheimildir skuli túlka til samræmis við stjórnarskrána eftir því sem kostur sé. Stefnandi bendir á að í5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar séað finna reglu sem mæli fyrir um víðtækan bótarétt þeirra sem hafa þurft að sæta frelsissviptingu að ósekju. Í samræmi við túlkunarregluna eigiað túlka 246. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 á þann veg að allar þær þvingunaraðgerðir, sem ákvæðið vísitil, hvort sem þær eigisér lagastoð í sérlögum eða ekki, leiði til bótaskyldu, sé mál fellt niður gegn þeim aðila sem hafi þurft að sæta þeim. Stjórnarskráin veiti ávallt ákveðin grundvallarréttindi sem ákvæði sérlaga getiekki fellt úr gildi eða afmáð.
Stefnandi bendir á að óumdeilt sé að húnhafi veriðhandtekin í umræddu máli. Handtaka þessihafibyggst á 90. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, en þar séað finna almennt ákvæði um heimild lögreglu til handtöku ef grunur leikiá að maður hafi framið brot sem sætt getiákæru. Séþví sú túlkun ríkislögmanns að einungis ákvæði umferðarlaga, þ.e.a.s. 52. gr. þeirra, verðibeitt um handtöku stefnandaröng. Ákvæði 52. gr. umferðarlaga hafiekki að geyma heimild til handtöku heldur einungis heimild til líkamsrannsóknar. Þó séþað þannig að þegar aðili sæti líkamsrannsókn þurfihann oftast einnigað sæta frelsissviptingu, enda séu líkamsrannsóknir öllu jafnan ekki framkvæmdar á vettvangi, þóttdæmi séu um slíkt.
Stefnandi kveðst hafna því alfariðað aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar, þar sem skorthafi á skilyrði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í ákvæð-inu séað finna handtökuheimild sem jafnan sékölluð hin almenna heimild lögreglu til að taka mann höndum. Ákvæðið áskiljiað rökstuddur grunur leiki á því að viðkomandi hafi framið brot sem sætt getiákæru. Nákvæma merkingu þessa orðalags séerfitt að festa hendi, en ganga megiút frá því að meira þurfi að koma til en grunsemdir einar saman. Að auki þurfiað gæta að meðalhófi við handtöku. Í máli þessu hafiekki verið sýnt fram á að rökstuddur grunur hafi legið fyrir handtöku stefnanda í umrætt sinn. Huglægar grun-semdir einar saman,sem lögreglumaður eða lögreglumenn hafi,getiekki talist rök-studdur grunur.
Lögreglan í máli þessu hafi ekki haft neitt haldbært sem hafi tengtstefnanda við brot á umferðarlögum. Þá hafi vægari úrræði verið tiltæk fyrir lögregluna,eins og að taka munnvatnssýni á vettvangi, enda heimild fyrir því í 1. mgr. 52. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Hefði það verið í anda meðalhófsreglunnar og hefði leitt til
5þess að handtaka hefði ekki farið fram í málinu. Þess í stað hafi lögreglanvirtmeðalhófs-regluna að vettugi umrætt sinn með afar grófum hætti. Stefnandi kveðst byggjaá því að ekki hafi verið til staðar rökstuddur grunur um að stefnandihefði framið brot sem varðað geti fangelsisrefsingu að lögum, líkt og áskilið séí 1. mgr. 77. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Að sama skapi hafi ekki verið ástæða til að ætla að hún væri að aka undir áhrifum og væri þar með brotleg gegn 50. gr.umferðarlaga líkt og áskilið séfyrir veitingu lífsýnis samkvæmtákvæðum 52. gr. sömu laga. Tilefni aðgerða lögreglu hafi aðeins byggt á hugarburði lögreglumannanna sem að málinu komu, sem grundvallist á útliti stefnanda einu saman. Enginn rökstuddur grunur hafiraunverulega verið til staðar um að stefnandi hefði veriðað keyra undir áhrifum, enda hafisvo ekki verið raunin. Hafi umrædd handtaka valdiðstefnanda miklum álitshnekkiog frelsissviptingin í heild mikilli andlegri vanlíðan í kjölfarið.Stefnandi kveðst byggjaá því að taka þvagsýnis sé taka lífsýnis í skilningi 1. mgr. 77. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Fyrir töku slíkra lífsýna samkvæmtákvæðinu þurfi annað hvort dómsúrskurð eða ótvírætt samþykki þess sem í hlut eigi, sbr. 2. mgr. 78. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hvorugs hafi veriðaflað. Lög-reglan og þar með íslenska ríkið, stefndi, hafi því gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs stefnanda í umrætt sinn, sem verndað sébæði af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.
Þá kveðst stefnandi byggja á því að það hafi valdið henni töluverðum miska að undirgangast umrædda líkamsrannsókn, þ.e. þvagprufu, enda hafi með því verið gengið eins nálægt friðhelgi einkalífs hennar og líkama og unnt sé. Það hafi fengið mjög á hana að þurfa að gangast undir slíkt próf og þar með rannsókn að tilhæfulausu. Þá kveðst stefnandi byggjajafnframt á því að ekki sé til staðar sérstök handtöku-heimild í 52. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, án þess að áður sé reynt að beita vægari úrræðum fyrst á vettvangi, s.s. með töku svita-og/eða munnvatnssýna eða öndunarprófs. Aðeins sé heimilt að færa ökumann til blóð-og/eða þvagrannsókna ef rökstuddur grunur sétil að ætla að hann hafi gerst brotlegur við 2. eða4. mgr. 48. gr., sbr. 49. og 50. gr.,umferðarlaga nr. 77/2019, þ.e. ef svita-og/eða munnvatnssýniog/eða öndunarpróf reynast jákvæð eða ef hann neitarað veita svita-og/eða munnvatnssýni eða undirgangast öndunarpróf á vettvangi. Því hafi ekki verið til að dreifa í umræddu máli.Stefnanda hafieinfaldlega aldrei verið boðið að veita svita-og/eða munnvatnssýniog/eða öndunarpróf á vettvangi.
6Stefnandi kveðst byggja á því að handtaka grunaðs manns að ósekju leiði alltaf til bótaskyldu íslenska ríkisins, hvort sem verið sé að handtaka hann á grundvelli meintra umferðarlagabrota eða annars, nema þegar sá handtekni hafi hreinlega stuðlað að hand-töku sinni með afgerandi hætti.
Það hafi stefnandi alls ekki gert.Fyrir utan hina hlutlægu bótaábyrgð íslenska ríkisins á grundvelli 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála séenginn vafi á því að stefnandi hafiað auki orðið fyrir miska vegna hinnar ólögmætu handtöku, samkvæmtb-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, þar sem í eðli hennar felist ólögmæt meingerð gegn frelsi, friði, æru og persónu stefnanda sem íslenska ríkið beriábyrgð á og beriað greiða bætur fyrir. Vísað sétil almennu sakarreglunnar og reglu skaðabótaréttar um vinnuveitenda-ábyrgð.Við mat á miska stefnanda verðiað hafa í huga að með handtökunni og lífsýna-tökunni hafi verið gengið á grundvallarréttindi stefnanda sem bundin séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994,líkt og áður greinir.Fyrir liggiað stefnandi var handtekin að ósekju, enda staðfesti þvagprufa í málinu að hún hefðiekki verið að aka bifreið undir áhrifum.Stefnandi kveðst krefjast vaxta samkvæmt1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá hinum bótaskylda atburði,sem hafi verið16. ágúst 2021, þar til að liðinn var mánuður frá því að bótakrafa var sett fram, þann 27. júlí 2022. Þá krefjist stefnandi dráttarvaxta frá því mánuði eftir að kröfubréf var sent, þ.e.a.s. frá 27. ágúst 2022, til greiðsludags, sbr. 6. gr. laga nr. 38/2001.Málsástæður stefndaSem fyrr sagði krafðist stefndi upphaflega aðallega sýknu og byggði þá kröfu sína á því að umrædd handtaka hefði verið gerð á grundvelli heimilda sem lögreglu væru veittar samkvæmt umferðarlögum og því væru skilyrði bótaréttar á grundvelli 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 ekki uppfyllt.
Hann féll frá sýknukröfu sinni við upphaf aðalmeðferðar, með vísan til dóms Landsréttar frá 12. desember 2024, í máli nr. 363/2024, og verður ekki fjallað um málsástæður sem lúta að henni heldur einungis þeirri kröfu stefnda sem eftir stendur, um að stefnukrafa verði lækkuð og að málskostnaður verði felldur niður.Stefndi kveðst mótmæla því að brotið hafi verið gegn meðalhófsreglu, m.a. 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 og 14. gr. lögreglulaga. Vísist í því sambandi m.a. til að-stæðna sem uppi hafi verið þegar lögregla hafi stöðvað bifreið stefnanda.
Byggi stefndi á því að taka þvagsýnis hafi verið réttmæt. Stefndi vísi að auki til IX. kafla umferðarlaga nr. 77/2019 að öðru leyti, sbr. m.a. 50. gr. þeirra.Stefndi kveður stefnanda hafa verið undir rökstuddum grun um að aka bifreið undir áhrifum ávana-og fíkniefna umræddan dag og hafi hún verið handtekin og færð á lögreglustöð til frekari rannsóknar. Stefnandi hafi verið róleg, kurteis og samstarfsfús á vettvangi og á lögreglustöð og veitt ótvírætt samþykki sitt fyrir því að gefa þvagsýni,enef svo hefði ekki veriðhefðu lögreglumenn ekkifarið í þá framkvæmd að takaþvagsýni með valdi. Handtaka stefnanda hafi staðið yfir í mjög skamman tíma og um leið og hún hefði af fúsum og frjálsum vilja gefið þvagsýni sem sýndi fram á að hún væri ekki undir áhrifum ávana-og fíkniefna hefði handtöku hennar verið aflétt. Hefði húnþá þegið boð lögreglumanna um að aka henni heim til sín.
Stefnanda hafi verið kynnt réttarstaða sín, að hún væri handtekin vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna, henni væri óskylt að tjá sig eða svara spurningum um sakarefnið og að hennihafi verið bent á að hún ætti rétt á að ráðfæra sig við verjanda á öllum stigum málsins. Stefndi kveðst mótmæla sjónarmiðum stefnanda um meintan skort á rökstuddum grun í umrætt sinn. Sé því mótmælt að tilefni aðgerða lögreglu hafi aðeins byggt á hugar-burði lögreglumanna sem að málinu hafi komið sem hafi grundvallast á útliti stefnanda einu saman. Þá sé mótmælt sjónarmiðum stefnanda um töku svita-og/eða munnvatns-sýna eða öndunarprófa.Stefndi kveðst mótmæla því sem ósönnuðuað umrædd handtaka hafi valdið stefnanda miklum álitshnekki og frelsissviptingin í heild hafi valdið henni mikilli and-legri vanlíðan. Sé ítrekað að aðgerðirnar hafi staðið yfir í mjög skamman tíma.Meintur miski vegna þvagprufu sé ósannaður en einnig að prufan hafi fengið mikið á stefnanda.Stefndi kveðst byggja á því að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar í alla staði og fullnægt hafi verið lagaskilyrðum fyrir þeim ráðstöfunum sem beitt var. Stefndi kveðst hafna sjónarmiðum stefnanda um að aðgerðir lögreglu hafi ekki verið lögmætar.
Kveðst stefndi hins vegar ekki byggja á því að fella eigi niður bætur vegna eigin sakar stefnanda. Stefndi bendir á að stefnanda hafi verið tilkynnt um niðurstöðu rannsóknar á þvagsýni. Hafi sú tilkynning verið nægileg um að málið næði ekki lengra og væri lokið. Stefndi kveður stefnukröfuveraof háa og að krafist sé lækkunar á henni. Þá sé hún ekki í samræmi við dómaframkvæmd vegna svo skammvinnra aðgerða. Stefndi kveðst benda á að það sé rangt sem fram komi í stefnu að stefnandi hafi verið laus kl. 00:55. Hið rétta sé að aðgerðum lögreglu hafi lokið kl. 22:31 og hafi þær því staðið yfir í 19 mínútur.
8Stefndi kveðst mótmæla vaxta-og dráttarvaxtakröfu stefnanda og telur að ef dæma eigi vexti eða dráttarvexti verði það í fyrsta lagi frá dómsuppsögu. IIINiðurstaðaÓumdeilt er í málinu að stefnandi var handtekin í umrætt sinn. Þá er óumdeilt að 246. gr. laga nr. 88/2008 verði beitt með lögjöfnun um handtöku stefnanda og sama eigi við um þvagrannsóknsem stefnanda var gert að sæta á grundvelli 52. gr. laga nr. 77/2019.
Þá byggir stefndi ekki á því að stefnandi hafi með hegðun sinni valdið eða stuðlað að hand-tökunni.Er því óumdeilt að stefnandi eigi rétt á bótum og einungis deilt um bótafjárhæð í málinu.Fyrir liggur að lögregla stöðvaði akstur stefnanda við venjubundið umferðar-eftirlit til að kanna ástand og ökuréttindi ökumanns. Lagði áfengis-og kannabislykt frá bifreiðinni og virtist lögreglu sem farþegi hennar væri í annarlegu ástandi. Ekki kemur annað fram í frumskýrslu lögreglu en að stefnandi hafi komið vel fyrir. Hún sagði hins vegar við lögreglu að hún hefði neytt kannabisefna nokkrum dögum eða viku áður og gaf nokkuð reikulan framburð um tímasetningu þeirrar neyslu.
Var hún því handtekin og færð á lögreglustöð þar sem hún gaf þvagsýni sem reyndist neikvætt. Var henni í kjölfarið sleppt. Var stefnandi handtekin kl. 22:12 en sleppt úr haldi lögreglu kl. 22:31. Var hún því handtekin í 19 mínútur.Með vísan til framangreinds er það niðurstaða dómsins að fyrir hendi hafi verið rökstuddur grunur um að stefnandi hefði verið undir áhrifum ávana-og fíkniefna við akstur í umrætt sinn og hafi því lögreglu verið heimilt að handtaka hana. Hefur stefnandi ekki rennt stoðum undir þá fullyrðingu sína að tilefni aðgerða lögreglu hafi verið útlit hennar og erþeirri málsástæðu því hafnað.Stefnandi gaf sjálfviljug þvagsýni á lögreglustöð sem reyndist neikvætt og var henni í kjölfarið sleppt, 19 mínútum eftir að hún var handtekin. Telur dómurinn að stefn-andi hafi ekki sýnt fram á að það hafi valdið henni miklum álitshnekki eða andlegri vanlíðan og hafnar því málsástæðum hennar þar að lútandi. Þá verður ekki séð að gengið hafi verið gegn kröfum um meðalhóf með fyrrgreindum aðgerðum lögreglu. Við málflutning fyrir héraðsdómi bar stefnandi fram þá málsástæðu að með því að tilkynna um atvikið til barnaverndarnefndar hefði lögregla aukið á miska stefnanda.
Stefndi mótmælti þeirri málsástæðu sem of seint fram kominni. Er fallist á það með stefnda að umrædd málsástæða hafi verið of seint fram komin og verður því ekki byggt á henni í málinu, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála.Með vísan til framangreinds er einungis fallist á að stefnda beri að greiða stefnanda bætur á grundvelli hlutlægrar bótareglu 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þykja bætur hæfilega ákveðnar 100.000 krónur. Við mat á fjárhæð bóta er litið til þess að framlögð gögn bera sem fyrr sagði ekki annað með sér en að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðir lögreglu sem tóku í heild innan við hálfa klukkustund. Skal fjár-hæðin bera vexti samkvæmt1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 16. ágúst 2021 og dráttarvexti samkvæmt1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 27. ágúst 2022, en þá var mánuður liðinn frá því að stefnandi krafði stefnda um bætur í málinu og lágu þá fyrir allar upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta, sbr. 9. gr. fyrrgreindra laga nr. 38/2001.
Eftir atvikum verður málskostnaður felldur niður milli aðila. Stefnandi nýtur gjaf-sóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, dags. 28. janúar2025. Greiðist allur gjaf-sóknarkostnaður hennarúr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Snorra S. Vidallögmanns, 750.000 krónur.Ekki eru efni til að fallast að fullu á framlagða tíma-skýrslulögmanns stefnanda þar sem tímafjöldi sem þar er bókaður er að mati dómsins nokkuð úr hófimiðað við eðli og umfang málsins.Björn Þorvaldsson héraðsdómarikveður upp dóm þennan.
D ó m s o r ð :
Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 16. ágúst 2021 til 27. ágúst 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður.Allur gjafsóknakostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Snorra S. Vidal, að fjárhæð 750.000 krónur.Björn Þorvaldsson