Þjóðin er annars flokks fólk, bara kjötskrokkar sem ekkert eiga að vita og á að halda frá sannleikanum. Sanngjarnt?
Er Sanngirni að greiða þjóðinni 26 kr. á kg. til að geta svo leigt það frá sér á 500 kr. kg. og sleppa þá við að greiða 26 kr. á kg. til þjóðarinnar og 0 krónur í virðisaukaskatt ?

Er sanngjarnt að hér myndist einokun um auðlindir Íslands sem allir landsmenn eiga og eiga samkvæmt áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að fá fullan aðgang að til framfærslu og eðlilegs viðhalds sem og endurnýjun ?
Er eðlilegt að innviðir þjóðfélagsins eigi ekki til hnífs og skeiðar, á meðan stórútgerð baðar sig í arðgreiðslum? Einhverja hluta vegna held ég að þjóðin sé betur og betur að sjá hvernig verið er að féfletta þjóðfélagið fyrir fáeina einstaklinga í forgangi sem veldur mismunun og rangri niðurstöðu með afkomu af okkar auðlindum.
Er hagkvæmt að leggja niður byggðarlögin og flytja allt fólk til Reykjavíkur? Eða geta frjálsar strandveiðar staðið undir uppbyggingu á þessum byggðum og forðað landsmönnum undan þeirri husnæðiskreppu sem og hærri leigu á höfuðborgarsvæðinu Hvort skyldi nú vera þjóðhagslega hagkvæmt?
Hráefni strandveiðar er úrvalsgott eflaust með undantekningum eins og allstaðar annarstaðar ef allt er hirt og sýnt. Þessi grein hér að ofan er vanhugsuð og á ekki við nein rök að styðjast. Mætti halda og huga að sérhagsmunum þess sem gerir hana í árðurskyni og ágóðaskyni sér til handa.
Og bara til að benda á. Já kvótakerfi er núna búið að vera á sem tilraun til að byggja upp fiskistofna okkar að nýju.
Afrakstur af því er lítill sem enginn fyrir utan arðgreiðslur til fáeina sem hafa einokað fiskimiðin. Með þeim árangri að fiskistofnar hafa lagst í útrýmingarhættu og sumir dauðir og þorskstofninn helmingur eftir miðað við ráðgert í upphafi. Þessi tilraun til 40 ára mistókst.
Auðvitað má ekki viðurkenna það þá gætu sumir mist af arðgreiðslum. En staðreyndin er sú að allir okkar innviðir eru nýttir til þess ýtrasta svo hægt sé að taka af þeim arðgreiðslur En uppbygging og viðhaldið er eitthvað sem er haldið í lágmarki.
Og þannig er það líka til sjávar þar er eingöngu hugsunin að stækka skip og veiðarfæri og ná sem mestu og huga ekkert að komandi kynslóðum sem eiga svo að erfa alla eyðimörkina sem þessar kynslóðir skylja eftir sig um allt landið.
Frábært fyrir þjóðina alla og komandi kynslóðir.