Hugleiðingar veðurfræðings
Langt suður í hafi er spáð talsverðum lægðagangi, en hæðasvæði norður af Jan Mayen. Í sameiningu velda þessi veðurkerfi austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari. Austanáttin ber með sér úrkomusvæði, sem gefa lítilsháttar rigningu eða slyddu með köflum, en helt þó yfirleitt þurr fyrir norðan. Frostlaust á sunnanverðu landinu að deginum, en sums staðar vægt frost nyrðra.
Spá gerð: 13.02.2025 06:21. Gildir til: 14.02.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austan 10-15 m/s og lítilsháttar rigning eða slydda, en 15-20 m/s syðst. Hægari vindur og þurrt að mestu um landið norðanvert. Dregur heldur úr vindi og rofar til með kvöldinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Austan 13-20 á morgun, hvassast syðst og víða smá él eða skúrir, en bjart með köflum vestantil. Hiti 0 til 5 stig sunnan heiða, en annars vægt frost.
Spá gerð: 13.02.2025 04:42. Gildir til: 14.02.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austan 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Dálítil él á austanverðu landi, en bjart með köflum vestantil. Víða vægt frost, en hiti 0 til 5 stig við suðurströndina.
Á laugardag:
Austan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurstöndina. Skúrir eða dálítil él suðaustantil, annars úrkomulaust að mestu. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en annar víða vægt frost.
Á sunnudag:
Austanátt og víða dálítil él, en bjartviðri um landið vestanvert. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en mildara syðst.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir áframhaldadi austanáttir, lítilsháttar él á víð og dreif, en heldur kólnandi veður.
Spá gerð: 12.02.2025 20:08. Gildir til: 19.02.2025 12:00.