Leik- og grunnskólakennarar hafa greitt atkvæði um verkfallsaðgerðir frá því í gær og þeirr atkvæðagreiðslu lýkur í dag. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í viðtali við ríkisútvarpið að það muni skýrast seinnipartinn hvers eðlis fyrirhugaðar aðgerðir eru. Hann segist þó vongóður um að viðræðurnar við sveitarfélöginséu á leið í rétta átt.
Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Náist samningar ekki hefst verkfall í fimm framhaldsskólum 21. febrúar. Nánar er fjallað um málið á vef ríkisútvarpsins.
Umræða