Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR um síðustu mánaðarmót, í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greiddar rúmlega 1,6 milljón á mánuði í laun fyrir þingsetu frá því í desember.
Fjallað er ítarlega um málið á fréttavefnum Visir.is og þar segir að í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof.
Hér að neðan má lesa frétt þar sem sami Ragnar Þór boðaði til mótmæla við Alþingi fyrir fáeinum mánuðum undir yfirskriftinni:
,, Rísum upp gegn sjálftöku æðstu embættismanna. Rísum upp gegn aðgerðarleysi stjórnvalda! Rísum upp gegn stýrirvaxtahækkunum Seðlabankans. Rísum upp gegn dýrtíð og stöðunni á húsnæðismarkaði. Rísum upp gegn óréttlætinu!“
Ragnar Þór boðar til mótmæla – ,,Rísum upp gegn óréttlætinu!“
Umræða