Þetta er það helsta úr dagbók lögreglu milli klukkan 17:00 – 05:00. Þegar þetta er ritað þá gista fjórir aðilar í fangageymslum lögreglu. Alls eru 46 mál skráð í lögreglukerfið á tímabilinu.
Kópavogur
Tilkynnt um bílveltu. Þar hafði bifreið verið ekið fram af grasbarði og endað á hliðinni. Ökumaður var með minniháttar áverka og var fluttur á slysadeild.
Lögreglustöð 1 – Hverfisgata
Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa manni úr húsnæði þar sem hann var óvelkominn. Maðurinn hafði uppi ógnandi hegðun og var mjög ölvaður. Hann hlýddi engum fyrirmælum um að yfirgefa húsnæðið og var í engu ástandi til þess að valda sjálfum sér né til þess að vera á meðal almennings. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum víman.
Lögreglumenn ætluðu að gefa sig á tal við mann sem var grunaður um fíkniefnasölu. Þegar hann sá lögreglumenn þá reyndi hann að flýja í burt á hlaupahjóli. Honum var veitt eftirför og hann losaði sig í kjölfarið við hlaupahjólið og hélt áfram för á fæti. Lögreglumennirnir náðu honum þó fljótt. Reyndist maðurinn með nokkuð magn fíkniefna á sér í söluskömmtum ásamt talsverða fjármuni sem grunur leikur á að sé ágóði fíkniefnasölu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og þar kom í ljós að hann var ekki með fullnægjandi skilríki til þess að gefa deili á sér. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þrír ökumenn stöðvaðir og grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Tveir þeirra reyndust án ökuréttinda.
Lögreglustöð 4 – Vínlandsleið
Ökumaður stöðvaður eftir að hafa verið mældur á 105 km/klst hvar hámarkshraði er 50 km/klst. Hann á von á sekt og sviptingu á ökuréttindum fyrir hraðaksturinn.
Tveir ökumenn eiga von á sekt fyrir að aka um á nagladekkjum.
Tilkynnt um hnupl í matvöruverslun. Málið klárað á vettvangi.