Vegna elds í bifreið á Norðfjarðarvegi við Norðfjarðará eru göngin milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar nú lokuð.
Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi. Unnið sé að slökkvistarfi. Ökumenn eru beðnir um að sýna þolinmæði.
Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er búist við að vegurinn verði lokaður til að minnsta kosti klukkan 17:30.
Umræða