Lýst eftir Kristínu O Sigurðardóttur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristínu O Sigurðardóttur, 58 ára, en ekkert er vitað um ferðir hennar síðan hún fór frá vinnustað að Skólabraut 10 kl.09:00 í morgun og skilaði sér ekki heim.
Kristín er smávaxin og fíngerð, með stutt skollitað hár og rétt um 160cm, á hæð. Hún er hugsanlega í mittissíðum jakka og með gleraugu.
Kristín á og ferðast um á bifreiðinni LJ-E41, sem er 2011 árgerð af Toyota Rav4, ljósgrár að lit.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristínar eru beðin að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.
Umræða