Hugleiðingar veðurfræðings
Nú í morgunsárið er hæðarhryggur yfir landinu. Hægur vindur um mest allt land og yfirleitt bjart. Hér á Höfuðborgarsvæðinu eru enn þokuský á sveimi, en nú þegar sólin byrjar að skína hverfur þar fljótlega á brott. Hæðarhryggur fer svo til austurs og smám saman byrjar að blása frá suðri eftir hádegi. Suðlæg átt 8-13 m/s og þykknar upp á sunnan- og vestanverðu landinu.
Hvessir aðeins meira en fer að rigna undir kvöld. Á Snæfellsnesi og við fjöll á Vesturlandi má búast við sunnanstrekkingi og snörpum vindhviðum, sem geta verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikið vind. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna þess. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.
Gul viðvörun vegna veðurs: Faxaflói og Breiðafjörður
Á morgun verður sunnan og suðvestan 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld og hiti 8 til 13 stig á vestanverðu landinu, en þurrt að kalla og hiti 15 til 21 stig austantil. Bætir heldur í úrkomu suðvestantil um kvöldið.
Á miðvikudag gera spár ráð fyrir suðlægum áttum. Rigning og súld víða um land, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 07.07.2025 05:20. Gildir til: 08.07.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og bjart að mestu, en gengur í sunnan og suðaustan 8-13 m/s og þykknar upp sunnan- og vestanlands síðdegis, en staðbundið 10-15 og rigning undir kvöld. Hiti 11 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Sunnan og suðvestan 5-10 á morgun. Dálítil súld eða rigning og hiti 9 til 14 stig á vestanverðu landinu, en heldur hægari og þurrt að kalla austanlands og hiti að 15 til 21 stig. Bætir í rigningu suðvestantil annað kvöld.
Spá gerð: 07.07.2025 09:49. Gildir til: 09.07.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 og dálítil rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið austanlands. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt 3-8 og rigning eða súld, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti breytist lítið.
Á föstudag, laugardag og sunnudag: Suðlægar eða breytileg áttir, víða væta á köflum og milt veður. Spá gerð: 07.07.2025 08:03. Gildir til: 14.07.2025 12:00.