Veðurhorfur á landinu
Víða hefur verið vart við gosmóðu í hægviðrinu síðustu daga. Áfram má búast við gosmóðu í kvöld og fram eftir morgundeginum, en síðdegis fer að anda úr norðri og gæti sá vindur dugað til að hreyfa við gosmóðunni og færa hana smátt og smátt suður fyrir landið. Spá gerð: 20.07.2025 15:20. Gildir til: 22.07.2025
Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og skúrir inn til landsins, en líkur á þokulofti við sjávarsíðuna.
Hægviðri framan af morgundegi, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis og fer að rigna á austanverðu landinu.
Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austanlands í dag en á Suðurlandi á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðan 3-8 m/s og rigning eða súld, en lengst af þurrt suðvestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag:
Fremur hæg vestlæg átt og rigning fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir syðra. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðaustan 5-13 og rigning með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 17 stig.
Á föstudag:
Breytileg átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðlæga átt með rigningu á norðurhelmingi landsins og kólnar þar, en léttir til syðra.
Spá gerð: 20.07.2025 08:18. Gildir til: 27.07.2025 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Grunn lægð við norðurströnd landsins þokast norður á bóginn. Í dag hefur verið hægviðri á landinu. Þá hefur verið skýjað, dálitlar skúrir á víð og dreif og sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna. Hiti víða á bilinu 11 til 17 stig, en inn til landsins á austanverðu landinu hefur hiti farið yfir 20 stig.
Seinnipartinn á morgun gengur í norðan 3-8 m/s og fer að rigna á austanverðu landinu.