Þeir geta kallað saman atvinnuveganefnd með hraða eldingar ef einhver þarf að tuða yfir Evrópusambandinu — en þegar 3.000 manns missa atvinnuna vegna stöðvunar strandveiða? Þá er það víst „utan valdsviðs okkar“ og „ekki á dagskrá“.

Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn grípa þá í spilið sem aldrei klikkar: „Við höfum ekkert dagskrárvald.“ Já nema auðvitað þegar stórútgerðin hnerrar — þá stendur nefndin í röð með klút, fundarsalurinn fyllist, og smákökurnar koma beint úr bakaríinu á kostnað skattgreiðenda.
Þeir sem segja að þeir séu valdalausir virðast samt geta ýtt öllu kerfinu úr skorðum þegar kvótan þarf að vernda, verðlagið og falsanir, eða beinagrindurnar í útgerðarskápnum sem þarf að troða aftur niður áður en einhver opnar þær dyr.
Við vitum öll hverjir stýra landinu í raun. Það eru ekki kjósendur – heldur þeir sem eiga trollið, flokkana og fréttamiðlana. Allt hitt er leikrit fyrir lýðinn.
Og þið megið halda áfram að leika ykkur – við hin erum hætt að kaupa miða.
Umræða