Helstu tíðindi LRH frá tímabilinu 17:00 – 05:00
Þegar þetta er ritað eru 10 aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 58 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Töluvert af málum tengt ölvun og annarlegu ástandi barst á borð lögreglu á umræddu tímabili. Eftirfarandi upptalning er því ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
- Aðili handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um aðila kasta könnu í rúðu á bifreið í hverfi 101. Laus að skýrslutöku lokinni.
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem reyndist vera að aka undir áhrifum fíkniefna. Laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem ók yfir á rauðu ljósi. Ökumaður á yfir höfði sér sekt.
- Tilkynnt um dyraverði á skemmtistað vera með aðila í tökum vegna óláta. Aðilinn reyndist hafa verið að sýna fram á ofbeldistilburði og var óviðræðuhæfur sökum ölvunarástands. Aðilinn vistaður í fangaklefa sökum ástands
- Tilkynning barst um aðila vera að veitast að öryggisvörðum í matvöruverslun og kasta hlutum þar til.. Aðilinn reyndist vera óhæfur að vera á meðal almennings og vistaður í fangaklefa í kjölfarið sökum ástands.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
- Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 210.
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem var að aka bifreið sem var meira en 3.500 kg án tilskilinna réttinda. Ökumaður á yfir höfði sér sekt vegna málsins.
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma undir stýri. Ökumaður á yfir höfði sér sekt.
- Tveir aðilar sektaðir fyrir að vera með filmur í fram rúðum bifreiða sinna.
- Tilkynnt um slagsmál í hverfi 221. Við rannsókn málsins var einn aðili vistaður í fangaklefa.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
- Eldur kviknaði í hjólageymslu í fjölbýlishúsi í hverfi 200. Eldur viðráðanlegur og var búið að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang stuttu eftir tilkynninguna.
- Ökumaður sektaður fyrir að aka á 55 km/klst þar sem hámarkshraði var 30 km/klst. Ökumaður á yfir höfði sér sekt.
- Höfð voru afskipti af ökumanni þar sem hann var með filmur í fram rúðu bifreiðar sinnar. Ökumaður á yfir höfði sér sekt og einnig boðaður í skoðun.
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem ók yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaður á yfir höfði sér sekt vegna málsins.
- Höfð voru afskipti af ökumanni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem reyndist vera að aka undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi vera að stela úr matvöruverslun í hverfi 112.
Umræða