Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag gengur í suðvestan kalda eða strekking, en síðdegis má búast við allhvössum eða jafnvel hvössum vindstrengjum norðvestantil á landinu, frá Snæfellsnesi til Eyjafjarðar.
Slíkur vindur getur verið varasamur fyrir þau ökutæki sem viðkvæmust eru fyrir vindi og eru oft á ferðinni að sumarlagi og því hefur gul viðvörun verið gefin út. Einnig er búist við að vindurinn verði þrálátur og að ekki lægi að gagni á þessum slóðum fyrr en á sunnudag.
Hlýr og rakur loftmassi berst yfir landið með suðvestanáttinni og því má búast við þungbúnu veðri með súld. Léttara yfir og þurrt að mestu austantil á landinu. Hiti í dag 12 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á morgun verður áfram skýjað á vestanverðu landinu og einhver súld af og til. Á Norðurlandi og á austurhelmingi landsins verður hins vegar yfirleitt léttskýjað og sólríkt og hiti á bilinu 18 til 28 stig, hlýjast á Austurlandi. Spá gerð: 15.08.2025 06:41. Gildir til: 16.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 5-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum í norðvesturfjórðungi landsins síðdegis og svipaður vindstyrkur áfram á morgun.
Allvíða súld í dag, en yfirleitt þurrt austantil á landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Skýjað og súld af og til á vestanverðu landinu á morgun. Léttskýjað að mestu á Norðurlandi og á austurhelmingi landsins með hita 12 til 28 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 15.08.2025 10:44. Gildir til: 17.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s með vætu af og til, en víða bjartviðri á austurhelmingi landsins. Hiti 13 til 24 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning norðantil á landinu, en yfirleitt þurrt sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast syðst.
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti víða 12 til 16 stig.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Hæg breytileg átt. Bjart með köflum og hiti yfirleitt á bilinu 13 til 18 stig. Spá gerð: 15.08.2025 08:36. Gildir til: 22.08.2025 12:00.
,,Laxeldisfyrirtækjum er drullu sama og vilja ekki axla ábyrgð“