Dalahótel er fjögurra stjörnu fjölskylduhótel sem staðsett er í fallegum og rólegum dal í Dölum í Sælingsdal á Vesturhluta landsins. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem hægt er að njóta ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða.
Mikil saga frá fornöld er á svæðinu þar sem hótelið er staðsett en þar bjó Guðrún Ósvífurdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna.
Fyrir ofan hótelbygginguna er einmitt staðsett náttúrulaug sem heitir Guðrúnarlaug og er nefnd í höfuðið á Guðrúnu Ósvífurdóttur. Hægt er að slaka á í lauginni að lokinni göngu um svæðið hjá hótelinu en við hótelið er einnig tjaldsvæði og sundlaug með heitum potti.
Hótelið býður upp á 17 tveggja manna herbergi og 5 einstaklingsherbergi með sér baðherbergi. Að auki eru 21 tveggja manna herbergi, 2 einstaklingsherbergi og eitt fjögurra manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Herbergin eru mjög snyrtileg og notaleg, með góðum rúmum og sængum.
Aðstaða og þjónusta er til mikillar fyrirmyndar og er aðgangur að leikherbergi fyrir þá sem vilja sem innilheldur billjardborð ásamt borðtennisborði osfrv. Slökunarherbergið er einstaklega kærkomið og hlýlegt með nuddstólum og áhugaverðu lesefni um andlega heilsu. Í amstri dagsins er um að gera að slaka vel á, annað hvort í nuddherginu eða í slökunarherberginu og vinda ofan af sér.
Hótelið skartar einstaklega góðum veitingastað sem er opin á sumrin frá 12 til 14 og 18 til 21 en á veturna eftir samkomulagi. Óhætt er að segja að bæði matreiðslumaður veitingastaðarins ásamt öðru starfsfólki sinnir gestum einstaklega vel og er lítið mál að verða við óskum gesta ef svo ber undir.
Sundlaug með heitum pottum er við hótelið og þjónustan þar er upp á tíu, starfsmaður kom út með kaffi og færði gestum í heita pottinum við mikinn fögnuð erlendra sem innlendra gesta.
Aðkoman að hótelinu er einstaklega falleg og óhætt er að segja að kyrrðin og veðursældin í kringum hótelið er einstök sem og öll þjónusta. Fréttatíminn mælir svo sannarlega með dvöl á Dalahóteli þar sem hægt er að njóta þess vel sem umhverfi og hótelið býður upp á.
Heimasíðan er hér til að kynna sér hótelið betur: DALAHÓTEL