Íslendingurinn sem lést á sjúkrahúsi á Spáni þann 14. ágúst eftir alvarlegt hitaslag hét Kristinn Örn Kristinsson og var 43 ára gamall.

Systir hans, Anna Björg Kristinsdóttir, greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum og minnist hans þar sem stráksins „sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom, var alltaf með bros á vörum, nýjar uppákomur og gerði allt fyrir alla.“
Hún segir stuðninginn sem fjölskyldunni hafi verið sýndur síðustu daga ómetanlegan og að það gefi henni ró að finna hvað hann var elskaður af mörgum. Minningarathöfn um Kristin Örn hefur farið fram á Spáni en útför hans mun fara fram á Íslandi föstudaginn 22. ágúst.
Umræða