Hugleiðingar veðurfræðings
Yfir Íslandi er allmikil hæð, sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. Yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum, en líkur á þokubökkum úti við sjávarsíðuna umhverfis landið.
Annað kvöld nálgast lægð úr suðri og gengur því í vaxandi suðaustanátt sunnanlands og þykknar upp. Regnsvæði lægðarinnar fer norður yfir land á föstudag með tilheyrandi suðaustanstrekkingsvindi og dálítilli rigningu sunnan- og vestantil. Áfram fremur hlýtt á landinu yfir daginn.
Spá gerð: 20.08.2025 06:10. Gildir til: 21.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt 3-8 m/s. Bjartviðri um mest allt land, en allvíða þokubakkar við ströndina í dag. Skýjað við Suðurströndina í nótt.
Suðaustan 5-10 m/s og þykknar upp suðvestantil seint annað kvöld.
Hiti 12 til 19 stig, hlýjast á Suðurlandi í dag, en fyrir norðan á morgun.
Spá gerð: 20.08.2025 09:24. Gildir til: 22.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta suðvestantil, en annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Á laugardag og sunnudag:
Suðaustankaldi eða -strekkingur og rigning af og til, en hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir hæga suðaustanátt með hlýindum, víða dálítil væta, en bjartviðri eystra.
Spá gerð: 20.08.2025 09:43. Gildir til: 27.08.2025 12:00.