Hótelið Vogur á Fellsströnd er vel búið sveitahótel á friðsælum stað. Útsýni er til hafs, yfir eyjar og sker, þar sem Snæfellsnesjökull trónir lengst í vestri.
Vogur er góður kostur fyrir þá sem eru að ferðast um Vesturland og Fellsströndin er einstaklega falleg og Vogur er því kjörinn staður til gönguferða um fjörur, dali og fjöll og þaðan er tilvalið að fara í dagsferðir um nágrannasveitir og söguslóðir frægra Íslendingasagna.
Frá aðalveginum til Vestfjarða, þar sem hann liggur um botn Hvammsfjarðar, eru um 35 km út með firðinum að Vogi. Opið er allt árið.
Stór matsalur er á hótelinu og þar er hægt að panta fjölbreytta rétti og falleg setustofa er á hótelinu.
Fjöldi herbergja eru í boði, allt eftir þörfum gesta og hægt er að skoða úrvalið hér á heimasíðu hótelsins.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem sýna bæði hótelið og alla þá náttúrufegurð sem er í umhverfi þess. Hótel Vogur býður upp á að njóta sérstakrar upplifunar með allri þeirri fegurð sem umhverfið býður upp á.





