Hér er Það helsta í dagbók lögreglu. 64 mál eru skráð á tímabilinu og níu eru í fangaklefa þegar þetta er ritað.
Lögreglustöð 1
Tilkynning barst frá flugturninum í Reykjavík um að leisergeisla hafi verið beint að tveimur flugvélum sem voru að koma í aðflugi. Leitað að geranda við líklega staðsetningu sem flugmennirnir gáfu upp en aðilinn sem beindi geislanum fannst ekki.
Tilkynnt um líkamsárás í miðborginni þar sem vitni sagði að aðili hafi að tilefnislausu ráðist á vegfaranda með höggum í höfuð og sparkað síðan í hann liggjandi. Haft uppi á aðilanum í miðborginni sem var æstur og ósamvinnuþýður. Vistaður í klefa.
Tilkynnt um aðila sem var ítrekað að stofna til slagsmála á bar í miðborginni. Hann hafði hníf meðferðis sem starfsmenn náðu af honum. Aðilinn töluvert ölvaður og til ama. Handtekinn og vistaður í klefa.
Lögreglustöð 2
Tilkynnt um aðila búna að koma sér fyrir á stigagang húsnæðis í Hafnarfirði þar sem þeir voru að reykja og kasta af sér vatni. Báðir verulega ölvaðir. Handteknir og vistaðir í klefa.
Tilkynnt um bilaða rútu á Reykjanesvegi sem væri að leka olíu. Slökkvilið fengið á staðinn til þess að þrífa lekann og rútan síðan dregin í burtu.
Tilkynnt um umferðarslys þar sem annar ökumaðurinn virtist vera undir áhrifum áfengis að sögn tilkynnanda. Svo reyndist vera við athugun lögreglu og var sá ökumaður handtekinn og vistaður í klefa fyrir rannsókn málsins.
Tilkynnt um eld í ökutæki í Hafnarfirði sem var alelda þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Slökkvilið slökkti að lokum eldinn. Eldsupptök í rannsókn.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt um ölvaðan og ógnandi mann á veitingastað í verslunarmiðstöð. Sá hélt því fram að hann mætti panta sér veigar án þess að greiða fyrir þær. Vísað í burtu.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um nytjastuld á ökutæki og hafði tilkynnandi aðila grunaðan um verknaðinn. Ökutækið fannst seinna um nóttina með hinum grunaða, sem var vímaður. Handtekinn og vistaður í klefa.