Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á þriðjudaginn s.l. vegna gruns um að hafa átt þátt í þjófnaði á hraðbanka þar sem stórvirk vinnuvél var notuð við verknaðinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en ekki var fallist á kröfuna.
Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Við biðjum fólk í Mosfellsbæ og við Hafravatn sem hafa eftirlitsmyndavélar að kanna hvort að þar leynist myndefni af umræddri vinnuvél á tímabilinu 03:30 – 06:00 aðfararnótt þriðjudagsins þann 19.8.sl.
Þau sem geta gefið upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins eru beðin um að senda þær í 1315@lrh.is
Umræða