Samkvæmt fréttastofu AFP voru 280 stúlkur ákærðar í Svíþjóð á síðasta ári fyrir morð, manndráp eða önnur ofbeldisbrot.
Franska fréttastofan hefur rætt við yfirsaksóknarann Idu Arnell í Stokkhólmi, sem fjallar um ungar stúlkur í Svíþjóð sem lokkast inn í glæpastörfin og hika ekki við blóðugustu morðverkefnin. Ida segir:
„Stúlkurnar verða að sýna að þær séu ákveðnari og harðari en strákarnir til að fá verkefnin.“
280 stúlkur kærðar í fyrra

Samkvæmt AFP voru 280 stúlkur kærðar í Svíþjóð í fyrra fyrir morð, manndráp eða önnur ofbeldisbrot. Þegar sænski miðillinn Samnytt ræddi við Idu Arnell staðfestir hún að fjöldi ólögráða stúlkna sem fremja alvarleg ofbeldisbrot fari vaxandi.
Hún hefur þó ekki nákvæma tölu um hversu margar stúlkur voru ákærðar í fyrra og segir að hún hafi ekki heyrt um neina tölfræði. „Ég hef verið spurð út í mín eigin mál“ segir Ida Arnell.
Gústaf Adolf Skúlason, skrifar hjá Þjóðólfi.is