Hafrannsóknastofnun hefur gert drög að nýju áhættumati erfðablöndunar. Í lögum um fiskeldi er gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun endurskoði áhættumat erfðablöndunar á þriggja ára fresti eða svo oft sem þurfa þykir.
Drög að áhættumati hafa verið send til samráðsnefndar um fiskeldi en nefndin er stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni fiskeldis og skal taka til umfjöllunar hvaðeina sem málaflokkinn snertir.
Samráðsnefndin vinnur nú að áliti sínu á framlögðum drögum. Það kemur síðan í hlut Hafrannsóknastofnunar að taka efnislega afstöðu til álits nefndarinnar fyrir útgáfu endanlegrar tillögu að áhættumati.
Smellið hér til að lesa drög að nýju áhættumati erfðablöndunnar.
Smellið hér til að lesa tækniskýrslu vegna áhættumatsins.
Umræða

