Indó lækkar vexti á öllum lánum um 0,25%, á debetreikningum um 0,50% og sparibaukum um 0,25%. Breytingin tekur gildi á debetreikningum þann 17. nóvember en á sparibaukum og öllum lánum lækkuðu vextir í síðustu viku.
Vextir eftir breytingu verða því:
- Debetreikningar: 1,25% (árlega 1,26%)
Sparibaukar: 6,35% (árlega 6,54%)
Yfirdráttur án endurgreiðsluplans: 14,25%
Yfirdráttur með endurgreiðsluplani: 12,25%
Færslusplitt: 14,25%
Fyrirframgreidd laun: 0%
Hvers vegna lækkum við vexti?
,,Það er ýmislegt sem hefur áhrif á vaxtakjör og við viljum alltaf bjóða eins sanngjarna vexti og við getum hverju sinni. Við erum að undirbúa enn frekara lánaframboð og það styttist í að við getum boðið ykkur hærri lán til lengri tíma.
Við lækkum því lánavexti til að bjóða enn betri lánakjör á núverandi lánum og lækkum vexti á innlánum á móti.“ Að sögn Indó
Umræða

