• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Fimmtudagur, 23. október 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Fimm umsækjendur um embætti landlæknis

Krafa um tilvísun til sjúkraþjálfara afnumin og verklagi breytt

Um fimmtungur landsmanna í sjúkraþjálfun

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
21. október 2025
in Fréttir, Innlent
A A
0

Núgildandi fyrirkomulag tilvísana og fyrirkomulag beiðna til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um aukinn meðferðafjölda í sjúkraþjálfun hefur reynst tímafrekt, ómarkvisst og kostnaðarsamt.

Krafa um tilvísun sérfræðings, þurfi sjúkratryggður fleiri meðferðarskipti en sex, verður því afnumin 1. apríl 2026. Fleiri breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi þessara mála samhliða afnámi tilvísanaskyldunnar. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir markmiðið að bæta stjórnsýslu, auka skilvirkni og draga úr sóun.

„Læknar skrifa árlega yfir 30.000 tilvísanir fyrir sjúkraþjálfun. Í þetta fer dýrmætur tími lækna og annarra sérfræðinga sem betur væri nýttur í bein samskipti við sjúklinga. Sjúkraþjálfarar eru faglega best til þess fallnir til að meta þörf fólks fyrir sjúkraþjálfun. Til að tryggja faglegt ferli og forsendur fyrir SÍ til að sinna hlutverki sínu sem kaupandi þjónustu og eftirlitsaðili með framkvæmd samninga þarf skýrt ferli, skilgreindar kröfur um gögn og mælikvarða og faglegt mat. Boðaðar breytingar snúast um þetta“ segir Alma. 

Um fimmtungur landsmanna í sjúkraþjálfun

Um 71.000 landsmanna nýttu sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í janúar 2024 til apríl 2025, eða um 20% þjóðarinnar. Að jafnaði telur meðferð hvers einstaklings 14,9 skipti hjá sjúkraþjálfara Fjöldi meðferða hvers og eins að jafnaði hefur aukist til muna síðustu ár. Einstaklingum í meðferð hefur einnig fjölgað hratt eða um 19% á árunum 2020 – 2024. Með sívaxandi þjónustu hafa útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar aukist langt umfram áætlanir og stefnir í að útgjöld þessa árs til þjálfunar fari um 2,5 milljarða umfram fjárheimildir.

Gildandi fyrirkomulag – formsatriði fremur en faglegt mat

Sjúkratryggðir sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda geta fengið sex meðferðarskipti hjá sjúkraþjálfara með greiðsluþátttöku ríkisins án tilvísunar. Ef þörf er á frekari meðferð getur sjúkraþjálfari á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi, eða læknir, veitt tilvísun fyrir allt að níu meðferðarskiptum til viðbótar. Alls eru þetta 15 skipti hjá sjúkraþjálfara innan 12 mánaða með greiðsluþátttöku hins opinbera. Telji sjúkraþjálfari sem meðhöndlun veitir að skjólstæðingur hans þurfi enn meiri þjónustu á tímabilinu sækir sjúkraþjálfarinn sjálfur um heimild fyrir framhaldsmeðferð til SÍ.

Engar kröfur eru gerðar um innihald eða form tilvísunar, né heldur um eftirfylgni af hálfu þess sem gefur út tilvísun fyrir sjúkraþjálfun. Tilvísun er forsenda greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun. SÍ fær því allar tilvísanir til sín en aðkoma stofnunarinnar felst einungis í því að staðfesta að tilvísun liggi fyrir, ekki að meta efni og forsendur tilvísunarinnar. SÍ fær einnig allar beiðnir sjúkraþjálfara um heimild til framhaldsmeðferðar (fleiri en 15 meðferðarskipti á 12 mánuðum) og eru þetta um 30.000 umsóknir á ári. Ekkert staðlað form er fyrir þessar beiðnir og þær geta verið afar ólíkar að efni og innihaldi.

Nýtt fyrirkomulag 1. apríl 2026

Boðaðar breytingar krefjast undirbúnings, m.a. breytinga á tölvukerfum, mótun verkferla og hönnun staðlaðs, rafræns eyðublaðs fyrir formlegri og skilvirkari ferla. Enn fremur verður ákvarðaður staðlaður fjöldi meðferðarskipta og lengd meðferðar fyrir tiltekna sjúkdómsflokka, fötlunargreiningar og aðgerðarkóða.

Líkt og hingað til munu sjúkratryggðir áfram geta fengið bráðameðferð hjá sjúkraþjálfara, allt að sex meðferðarskipti, án tilvísunar og með greiðsluþátttöku ríkisins.

Þurfi einstaklingur á fleiri en sex meðferðarskiptum að halda verður það á ábyrgð sjúkraþjálfarans að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð til SÍ. Núgildandi krafa um tilvísanir verður felld niður.

Eyðublað fyrir umsóknir um framhaldsmeðferð til SÍ verður staðlað og aukin krafa gerð um gagnaskil og árangursmælingar sem SÍ mun byggja á við ákvörðun um heimild fyrir framhaldsmeðferð.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Gul viðvörun vegna veðurs

    Miðbærinn í Reykjavík undir sjávarborði samkvæmt spálíkunum

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Meðallaun 758.000 kr. – Yfirmenn með 2,4 milljónir

    26 deilingar
    Share 10 Tweet 7
  • Við verðum að skipta um gjaldmiðil – Siðblindan fer með völdin

    2 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • Hringlandaháttur í veiðistjórnun

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Karlmaður kærði synjun um launað leyfi á kvennafrídeginum

    2 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?