Dómsmálaráherra hefur nú til skoðunar hvort breyta eigi hegningarlögum á Íslandi sem og barnalögum, samkvæmt svari ráðuneytisins til Fréttatímans
Foreldraútilokun skilgreind sem andlegt ofbeldi gegn barni
Í dómi Hæstaréttar og nýrra laga í Danmörku er foreldraútilokun nú skilgreind sem andlegt ofbeldi gegn barni. Úrskurður Hæstaréttar styrkir það sjónarmið að barn má ekki missa samband við foreldri vegna samstarfsvanda eða átaka milli fullorðinna.
Úrræðaleysi ríkjandi á Íslandi undanfarna áratugi
Í mörgum forsjár- og umgengnismálum stendur barn í miðju mikilla átaka þar sem annað foreldrið tálmar umgengni og kemur í veg fyrir að barnið haldi eðlileg tengsl við hinn foreldrann. Slík foreldraútilokun getur haft mjög alvarlegar og varanlegar afleiðingar fyrir líðan og þróun barnsins.
Þrátt fyrir að lög kveði á um rétt barns til beggja foreldra reynist framkvæmdin oft veik á Íslandi, þar sem úrræði sýslumanns til að framfylgja umgengni eru takmörkuð og skila ekki árangri. Í slíkum aðstæðum stendur barnið eftir án stuðnings og án þess grundvallarréttar að njóta fjölskyldulífs með báðum foreldrum. Þetta er ekki aðeins fjölskylduvandi og ofbeldi gegn barni, heldur mannréttindamál.
Meginatriði lagabreytinganna sem taka gildi 1. janúar 2026
-
Foreldraútilokun verður tekin til greina í öllum málum fyrir dómstólum.
-
Umgengni skal tryggð innan fjögurra vikna.
-
Heildstæð rannsókn máls skal lokið innan fjögurra mánaða.
-
Foreldraútilokun er skilgreind sem andlegt ofbeldi samkvæmt hegningarlögum.
-
Hægt er að ákveða eftirlit eða stuðning við umgengni ef áhyggjur liggja fyrir.
-
Allir starfsmenn fjölskyldudómstóla fá fræðslu um foreldraútilokun.
-
Sérstök barnadeild tryggir að hvert barn hafi sinn trausta fulltrúa.
-
Sáttamiðlun og samstarfsnámskeið eru boðin foreldrum án endurgjalds.
-
Landsbundnir stuðningshópar fyrir foreldraútilokaða hafa verið stofnaðir með ríkisfjármagni.
Úrskurðurinn markar tímamót í dönskum fjölskyldurétti, þar sem áhersla er lögð á að tengsl barns við báða foreldra séu ekki aðeins réttur foreldra, heldur réttur barnsins sjálfs. Dómsmálaráðherra á Íslandi hefur málið nú til skoðunar og mun Fréttatíminn fylgjast með framvindu þess.
Hæstiréttur: Foreldraútilokun er andlegt ofbeldi gegn barni skv. hegningarlögum
,,Afleiðingar fyrir börn og foreldra geta verið alvarlegar og langvarandi“

