Athygliverð færsla er á vefnum matartips
Á síðunni lýsir einstæð móðir með eitt barn yfir erfiðleikum sínum en hún á hvorki fyrir nesti né mat fyrir barn sitt og sjálfa sig og segir að hún eigi aðeins 459 krónur inn á bankareikningi sínum og lætur fylgja með skjáskot af reikningnum.
Óhætt er að segja að þetta er ömurleg staða ,,í landi tækifæranna.“ En hér að neðan er færslan í heild sinni:
Góðan dag eigið góðan mánudaginn 
Ég þarf kyngja stoltinu og leita til ykkar. Ég á 459 krónur á kortinu mínu. Og vonandi er einhver hér í stöðu til geta hjálpað móður með eitt barn .
Ég á ekki fyrir nesti í skólan eða mat út vikuna. Þetta er erfiðasti mánuðurinn hingað til á þessu ári . Ef þið gætuð sett smá á Bónus kortið hjá mér, myndi ég vera mjög þakklát. Búin að stroka þetta út núna þrisvar sinnum svo skítakomment eru afþökkuð.
Bónuskort númer 9352 0031 5202 2030680 
Með fyrirfram þakklæti frá mér ![]()

Umræða

