Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Jón Ármann Steinsson, útgefanda bókarinnar Leitin að Geirfinni eftir Sigurð Björgvinsson, í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í dag um það sem hann telur að hafi raunverulega gerst að kvöldi 19. nóvember 1974, þegar Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík.
Jón Ármann segir að ný gögn og vitnisburðir styðji að Geirfinnur hafi verið drepinn á heimili sínu í Brekkubraut eftir átök tengd hjúskaparbresti og ótryggum samskiptum við nákominn ættingja eiginkonu Geirfinns. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan hjá Útvarpi Sögu.
Segir átök hafa átt sér stað á heimili Geirfinns
Jón Ármann lýsir því í viðtalinu hjá Útvarpi Sögu að Geirfinnur hafi komið heim að kvöldi 19.nóvember 1974 eftir að hafa farið í Hafnarbúðina og keypt sígarettur. Þegar Geirfinnur hafi verið á heimleið hafi nákominn ættingi eiginkonu hans boðið honum heimkeyrslu sem hann hafi þegið. Þegar Geirfinnur hafi komið heim til sín ásamt bílstyjóranum hafi blasað við honum sú sýn að Guðný eiginkona hans hafi verið þar ásamt Svanberg ástmanni sínum.
Samkvæmt frásögn Jóns Ármanns æi viðtalinu, hafi þriðji maðurinn, sem hann kallar „Mr. X“ og var bílstjórinn sem keyrði hann heim, reynt að stilla til friðar þegar Geirfinnur hafi missti stjórn á sér þegar hann sá að eiginkona hans væri með öðrum manní. Átök hafi brotist út á milli Geirfinns og Svanbergs ástmanns og þá hafi Mr.X, bílstjórinn reynt að stilla til friðar og blandast í átökin. Átökin hafi flust út úr íbúðinni og inn í bílskúr á lóðinni.
Arnþrúður spurði í viðtalinu hjá Útvarpi Sögu, nánar um frásögnina og hvernig Geirfinnur hefði tengst þessum mönnum. Jón Ármann sagði að „Mr. X“ hafi verið búsettur í Keflavík, enn á lífi og þekktur innan fjölskyldu Guðnýjar. Hann sagði að maðurinn kæmi fram í gögnum málsins víða annars staðar en ekki í rannsóknarlögregluskjölum Valtýs Sigurðssonar sem stýrði rannsókninni sem fulltrúi Sýslumanns.
Bílskúrinn talinn vettvangur glæpsins – Vitni horfði á drápið
Jón Ármann sagði í viðtalinu hjá Útvarpi Sögu að samkvæmt vitnisburði drengs sem bjó í nágrenninu hafi hann séð ljós kvikna í bílskúrnum og tvo menn ganga inn, þar sem Geirfinnur var annar þeirra. Svanberg hafi verið þar líka en ekki tekið þátt í átökunum. Hann hafi séð þá slást og Geirfinnur virtist hafa yfirhöndina þar til hinn maðurinn hafi gripið verkfæri af veggnum, sem líklega hafi verið hamar eða öxi og slegið hann. Þá hafi öskrin þagnað og ljósið í bílskúrnum verið slökkt stuttu síðar. Arnþrúður tók fram að samkvæmt þessu hafi atburðurinn verið mun blóðugri og beinni árás en áður hafi verið talið og Jón Ármann sagði að þetta væri í fullu samræmi við ný gögn sem hann hefði undir höndum.
Líkið fært og bíll Svanbergs ástmanns notaður við flutning á líki Geirfinns
Jón Ármann sagði í viðtalinu hjá Útvarpi Sögu að þegar Geirfinnur hafi fallið til jarðar hafi mennirnir talið hann meðvitundarlausan og ætlað að flytja hann á sjúkrahús. Hann gæti hins vegar hafa látist í bílnum eða jafnvel áður en þeir yfirgáfu heimilið. Hann sagði að bíl Svanbergs hafi verið notaður til að flytja líkið og að sá bíll hafi síðar verið svo blóðugur að eigandi hans hafi ekki getað notað hann um tíma.
Arnþrúður spurði hvort þetta hefði verið rannsakað á sínum tíma, en Jón Ármann svaraði að lögreglan í Keflavík hefði hvorki rannsakað bílskúrinn né heimilið. Það eitt sýndi að hans mati, hve takmörkuð rannsóknin hafi verið og í ljósi nýrra upplýsinga væru líkur á að sönnunargögn hafi verið látin hverfa viljandi.
Aldrei rætt við vitnið
Í frásögn Jóns Ármanns í viðtalinu hjá Útvarpi Sögu, kemur fram að drengurinn sem sá ljósið í bílskúrnum og átökin þar hafi aldrei verið kallaður aftur til skýrslugjafar. Jón Ármann sagði að um væri að ræða lykilvitni sem hefði upplifað mikið vantraust gagnvart lögreglu vegna þess hvernig farið var með mál hans. Arnþrúður benti á að ef vitninu hefði verið hlíft við opinberri umfjöllunum gæti það hafa orðið til þess að mikilvægar upplýsingar hafi aldrei komið fram opinberlega. Jón Ármann sagðist telja að þöggunin hefði náð yfir marga aðila innan réttarkerfisins, allt frá dómurum til verjenda og saksóknara.
Morðmál sem aldrei var rannsakað til fulls
Jón Ármann sagði í viðtalinu hjá Útvarpi Sögu að þegar rannsóknargögn væru borin saman kæmi í ljós að margir lykilþættir í málinu hefðu aldrei verið kannaðir, þar á meðal ummerki á vettvangi og ástand bifreiðar Svanbergs. Hann sagðist sjálfur hafa skoðað vettvanginn mörgum árum síðar og fundið hluti sem gætu innihaldið blóðleifar. Jón bendir að að hann hafi undir höndum ljósker úr bílskúrnum sem á gætu verið DNA sýni. Þeir hefðu þó aldrei verið rannsakaðir af lögreglu. Arnþrúður benti á að hægt væri að greina DNA-sýni af ljóskerinu með nútímatækni, en Jón Ármann sagði að enginn hjá lögreglu hefði haft áhuga á að rannsaka málið nánar.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan hjá Útvarpi Sögu.

