• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 14. nóvember 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Barnamálaráðherrar Íslands og Noregs ræða um öryggi barna

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Lene Vågslid, barna- og fjölskyldumálaráðherra Noregs

Barnamálaráðherrar Íslands og Noregs ræða um öryggi barna

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
14. nóvember 2025
in Fréttir, Innlent
A A
0

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, átti fund með Lene Vågslid, barna- og fjölskyldumálaráðherra Noregs, í gær. Á fundinum ræddu ráðherrarnir notkun barna á samfélagsmiðlum og snjalltækjum, hættur og mögulegar lausnir.

Guðmundur Ingi er með til skoðunar að setja aldurstakmark á notkun samfélagsmiðla á Íslandi líkt og unnið er að í nágrannaríkjum á Norðurlöndunum. Norsk og dönsk stjórnvöld sjá fyrir sér að setja mörkin við 15 ára aldur og er setning viðmiða einnig til skoðunar í Svíþjóð. Samstarf á því sviði bar hátt í umræðunum.

Ráðherra kynnti áform stjórnvalda hérlendis um að setja reglugerð um notkun síma og snjalltækja í skóla- og frístundastarfi. Jafnframt sagði hann frá aðgerðum gegn ofbeldi meðal barna. Þá var heildarendurskoðun barnaverndarlaga til umræðu sem mennta- og barnamálaráðuneytið lagði til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda í gær en Norðmenn hafa einnig verið að gera breytingar á sínum barnaverndarlögum.

Ráðherrarnir ræddu þær fjölbreyttu hættur sem fylgja notkuninni og þá þróun sem hefur átt sér stað sem er að mörgu leyti lík í ríkjunum tveimur. Auk þess ræddu ráðherrarnir þróun samræmdra reglna, áhrif gervigreindar, skilgreiningu á miðlunum, samstarf við foreldra og samráð við börn. Þá kynnti Lene Hvítbók um stafrænt öryggi sem gefin var út í Noregi í sumar.

Ráðherrarnir vonast eftir auknu samstarfi landanna þegar kemur að stafrænu öryggi barna og við mótun aldurstakmarks og sömuleiðis nýta þá samstöðu sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins og Evrópusambandsins í þessum málum, sem ganga þvert á landamæri.

Að loknu samtali í mennta- og barnamálaráðuneytinu heimsótti norski ráðherrann Barna- og fjölskyldustofu, Barnahús og umboðsmann barna.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Egill greiddi 17.776 krónur fyrir klukkustund í bílastæðagjald

    Egill greiddi 17.776 krónur fyrir klukkustund í bílastæðagjald

    25 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • ,,Morðinginn er enn á lífi og það er vitað hver hann er“

    22 deilingar
    Share 9 Tweet 6
  • ,,Geirfinnur var myrtur í bílskúrnum heima hjá sér – Vitni horfði á drápið“

    225 deilingar
    Share 90 Tweet 56
  • Helgi Pétursson látinn

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • ,,Það er búið að ákveða ofurskatta á bílaumferð í borginni“ segir heimildarmaður í innsta hring

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?