Innköllun í þrotabú Fly Play hf. er nú auglýst í Lögbirtingablaðinu og skorað er á þá sem eiga kröfu á félagið að lýsa henni í þrotabúið.
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 30. september 2025 var bú Fly Play hf., kt. 660319-0180, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag voru undirrituð skipuð skiptastjórar þrotabúsins. Frestdagur við skiptin er 29. september 2025.
Hér með er skorað á öll þau sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjórum í búinu innan fjögurra mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar.
Kröfulýsingar skulu sendar Arnari Þór Stefánssyni skiptastjóra að LEX ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík eða á netfangið krofulysing@lex.is.
Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins verður haldinn föstudaginn 27. febrúar 2026 kl. 11.00 í fundarsal á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Skrá um lýstar kröfur mun liggja frammi á skrifstofum skiptastjóra síðustu viku fyrir skiptafund.
Reykjavík,
Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir skiptastjórar.

