Tveimur erlendum ríkisborgurum hefur verið frávísað frá Íslandi og fara þeir af landi brott í kvöld. Um er að ræða karlmenn á fertugsaldri, en þeir voru handteknir um kvöldmatarleytið í gær eftir að tilkynnt var um vasaþjófa nærri Skólavörðuholti.
Þar stálu þeir tösku úr bakpoka ferðamanns, en í henni voru m.a. nokkur greiðslukort og tókst lögreglu að endurheimta töskuna sem og kortin. Við yfirheyrslur í dag játuðu mennirnir sök, en verknaðurinn náðist auk þess á myndbandsupptöku.
Þessir erlendu ríkisborgarar komu til Íslands í fyrradag, en talið er að tilgangur ferðarinnar hafi verið að stunda brotastarfsemi hérlendis.
Umræða

