Vesturlandsvegur lokaður við Leirvogsá vegna umferðarslyss. Það verður lokað í óákveðin tíma á meðan viðbragðsaðilar eru við störf. Lokað er í báðar áttir að sögn lögreglu sem veitir engar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Fréttatíminn var á staðnum og er um að ræða tvær bifreiðar sem lentu í árekstri að sögn slökkviliðs. Mikill viðbúnaður var á staðnum og fjöldi lögreglubíla sem og sjúkra- og slökkvibíla sem óku með fyrsta forgang á slysstað, þ.e. sírenur og ljós.
Ekki er vitað um meiðsl að svo stöddu og lögregla verst allra frétta. Uppfært: Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús vegna slyssins.
Umræða

