Tíu eru látnir eftir skotárás á Bondi-strönd í Ástralíu í morgun, á meðal þeirra látnu er árásarmaður en hinn árásarmaðurinn var handtekinn
Að minnsta kosti níu voru drepnir í skotárás á Bondi-strönd í Ástralíu í morgun. Árásarmennirnir voru tveir, annar var líflátinn í átökum og hinn er í haldi. Að minnsta kosti tólf til viðbótar eru særðir, auk tveggja lögreglumanna. Árásin átti sér stað þegar fjöldi fólks var saman kominn á Bondi ströndinni, einni fjölsóttustu strönd Ástralíu, í austurhluta Sydney. Mikil ringulreið skapaðist á svæðinu, þar sem viðbragðsaðilar og lögregla lokuðu ströndinni og nærliggjandi svæðum.
Lögreglan í New South Wales staðfesti að annar árásarmannanna hafi verið felldur í aðgerðum lögreglu. Annar maður, sem einnig er talinn hafa komið að árásinni, liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi.
Annar árásarmannanna var yfirbugaður að vegfaranda sem gekk aftan að árásarmanninum og náði haglabyssum úr höndum hans eftir átök við hann.

