Hugleiðingar veðurfræðings
Það er útlit fyrir tíðindalítið veður á landinu í dag. Áttin verður breytileg, gola eða kaldi og víða bjart, en líkur á einhverjum éljum við ströndina. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig.
Í kvöld kemur djúp lægð inn á Grænlandshaf, það bætir smám saman í vind og á morgun ganga skil lægðarinnar norður yfir landið. Í fyrramálið verður því allhvöss eða hvöss austanátt á landinu og úrkoma með köflum í flestum landshlutum, ýmist rigning, slydda eða snjókoma, en á norðaustan- og austanverðu landinu verður vindur hægari og á Austfjörðum má búast við talsverðri úrkomu um tíma.
Það dregur síðan úr vindi, norðaustan og austan kaldi eða strekkingur seinnipartinn, en áfram hvasst norðvestantil auk þess sem búast má við hríðarveðri á Vestfjörðum. Hiti víða 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag er svo útlit fyrir minnkandi norðaustan- og austanátt með skúrum eða éljum víða um land. Spá gerð: 16.12.2025 06:22. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Veðuryfirlit
130 km A af Hornafirði er 975 mb smálægð sem fer NA. 200 km NV af Jan Mayen er hægfara 959 mb lægð sem grynnist smám saman. Við Nýfundnaland er 948 mb lægð sem hreyfist NA.
Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt 3-10 m/s og víða bjart, en stöku él við ströndina. Frost yfirleitt 0 til 7 stig. Vaxandi austanátt sunnan- og vestantil í kvöld og hlýnar. Austan 13-20 í fyrramálið og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en hægari um landið austanvert og talsverð úrkoma um tíma á Austfjörðum.
Dregur síðan úr vindi, norðaustan og austan 8-15 seinnipartinn á morgun, en hvassviðri og hríð norðvestantil. Hiti víða 0 til 7 stig, mildast syðst. Spá gerð: 16.12.2025 03:51. Gildir til: 17.12.2025 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt og bjartviðri, frost 0 til 7 stig. Vaxandi austanátt í kvöld, 10-18 m/s og rigning eða slydda í fyrramálið, en 8-13 og skúrir undir hádegi á morgun. Hiti 2 til 6 stig. Spá gerð: 16.12.2025 03:57. Gildir til: 17.12.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan 13-20 m/s um morguninn og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en hægari um landið austanvert. Dregur síðan úr vindi, norðaustan og austan 8-15 síðdegis, en hvassviðri og hríð norðvestantil. Hiti víða 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Norðvestan 10-18, en hægari norðaustan- og austanlands. Skúrir sunnantil, en dálítil snjókoma eða slydda fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Dregur úr vindi seinnipartinn.
Á föstudag:
Austlæg átt 5-13 og skúrir eða él á víð og dreif. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.
Á laugardag:
Norðlæg átt og dálítil él, en yfirleitt þurrt um landið sunnanvert. Heldur kólnandi.
Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Breytileg átt, bjart með köflum og víða vægt frost.
Á mánudag:
Suðlæg átt og bjartviðri, en þykknar upp um landið vestanvert. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 15.12.2025 21:09. Gildir til: 22.12.2025 12:00.

