Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað eru tveir vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 47 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili
Lögreglustöð 1
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Hefðbundið ferli.
- Maður kærður fyrir að aka sviptur ökurétti.
- Sofandi konu vísað út af bókasafni.
- Maður handtekinn grunaður um eignaspjöll og vörslur fíkniefna. Leyst með vettvangsskýrslu.
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Hefðbundið ferli.
- Eldsvoði í bílskúr. Slökkviliðið slökkti og lögregla rannsakaði.
Lögreglustöð 3
- Þjófnaður í matvöruverslun.
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur og vörslur fíkniefna. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 4
- Tveir menn kærðir í sitt hvoru málinu fyrir að aka bifreiðum þrátt fyrir að vera sviptir ökurétti.
- Tilkynnt um rúðubrot í fjölbýlishúsi. Málið er í rannsókn.
Umræða

